Bjóða gestum að baða sig í volgum vökum úti í vatni Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2018 11:30 Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök-Baths Stöð 2/Arnar Halldórsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér: Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér:
Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira