Ólafía á góða möguleika á að komast áfram eftir stöðugan fyrsta hring Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2018 23:03 Ólafía Þórunn var mjög stöðug í dag víris/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði gríðarlega stöðugt golf á fyrsta hring Marathon Classic mótsins sem fram fer í Ohio. Ólafía er jöfn í 43. sæti á einu höggi undir pari. Ólafía byrjaði virkilega vel og fékk fugl á þriðju holu eftir að hafa náð góðum pörum á fyrstu tveimur holunum. Höggin fóru ekki alveg eftir bókinni á næstu holum en hún náði alltaf að landa pari og var að spila virkilega stöðugt og gott golf. Eftir 13 pör í röð var Ólafía komin á 17. holu í vænlegri stöðu, með langt pútt fyrir erni. Það fór aðeins of skarpt til vinstri. Erfiðlega gekk að koma kúlunni ofan í holuna og fyrsti og einni skollinn leit dagsins ljós. Ólafía svaraði skollanum hins vegar glæsilega, með fugli á lokaholunni og lauk leik á einu höggi undir pari í 43.-57. sæti. Ólafía var með þeim síðustu út á völlinn í kvöld og eru því nær allir kylfingar búnir með sinn fyrsta hring. Efstar eru Thidapa Suwannapur og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari. Miðað við stöðu kylfinga eftir þennan fyrsta hring væri niðurskurðarlínan líklega við parið svo Ólafía er í ágætum málum, nái hún að vera undir parinu á morgun þá ætti hún að sleppa í gegn án mikilla vandræða. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði gríðarlega stöðugt golf á fyrsta hring Marathon Classic mótsins sem fram fer í Ohio. Ólafía er jöfn í 43. sæti á einu höggi undir pari. Ólafía byrjaði virkilega vel og fékk fugl á þriðju holu eftir að hafa náð góðum pörum á fyrstu tveimur holunum. Höggin fóru ekki alveg eftir bókinni á næstu holum en hún náði alltaf að landa pari og var að spila virkilega stöðugt og gott golf. Eftir 13 pör í röð var Ólafía komin á 17. holu í vænlegri stöðu, með langt pútt fyrir erni. Það fór aðeins of skarpt til vinstri. Erfiðlega gekk að koma kúlunni ofan í holuna og fyrsti og einni skollinn leit dagsins ljós. Ólafía svaraði skollanum hins vegar glæsilega, með fugli á lokaholunni og lauk leik á einu höggi undir pari í 43.-57. sæti. Ólafía var með þeim síðustu út á völlinn í kvöld og eru því nær allir kylfingar búnir með sinn fyrsta hring. Efstar eru Thidapa Suwannapur og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari. Miðað við stöðu kylfinga eftir þennan fyrsta hring væri niðurskurðarlínan líklega við parið svo Ólafía er í ágætum málum, nái hún að vera undir parinu á morgun þá ætti hún að sleppa í gegn án mikilla vandræða.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira