Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2018 09:52 Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við komuna til Bretlands í gær. vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. Hann segir hins vegar að Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafi ekki staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkum. Fjögurra daga opinber heimsókn Trump til Bretlands heldur áfram í dag en forsetinn kom til landsins í gær. Fyrrnefnd ummæli um þá Johnson og Khan lét Trump falla í viðtali við breska götublaðið The Sun en fjallað er um málið á vef Guardian.Telur að Johnson yrði frábær forsætisráðherra Trump tók fram að hann væri ekki að reyna að egna þeim saman, þeim Johnson og May, en eins og kunnugt er sagði Johnson af sér sem utanríkisráðherra fyrr í þessari viku vegna ágreinings innan bresku ríkisstjórnarinnar um hvaða leið skuli fara í Brexit. „Ég er bara að segja að hann væri frábær forsætisráðherra. Ég held að hann hafi það sem til þurfi,“ sagði Trump um Johnson. Þá bætti hann við að hann myndi gjarnan vilja hitta Johnson á meðan á heimsókn hans stæði og sagði augljóst að Johnson kynni vel við hann. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann hafi yfirgefið ríkisstjórnina og ég vona að hann komi aftur á einhverjum tímapunkti. Ég held að hann sé mjög góður fulltrúi fyrir land ykkar.“Segir Khan hafa staðið sig illa í því að berjast gegn hryðjuverkum og glæpum Trump var ekki alveg jafn ánægður með Khan, borgarstjórann í Lundúnum. „Ég held að hann hafi staðið sig mjög illa í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég held að hann hafi líka staðið sig illa í að berjast gegn glæpum, ef þú bara horfir á alla þessa hræðilegu hluti sem eru í gangi hérna, og alla glæpina sem hafa verið framdir,“ sagði Trump. Þá virtist hann einnig hafa horn í síðu Khan vegna fjölda innflytjenda sem streyma inn til Evrópu. „Mér finnst það að hleypa fleiri fleiri milljónum innflytjenda inn til Evrópu mjög sorglegt. Ég horfi á borgir Evrópu og ég get verið nákvæmari ef þú vilt. Þið eruð með borgarstjóra sem hefur staðið sig mjög illa, mjög illa,“ sagði Trump. Í dag mun forsetinn eiga fundi með Theresu May, forsætisráðherra, og Elísabetu II Englandsdrottningu en heimsókn Trump til Bretlands er vægast sagt umdeild og hófust mótmæli í Lundúnum strax í morgun. Þá er talið að ýmis ummæli sem hann hefur látið falla í tilefni heimsóknarinnar, meðal annars í viðtalinu við The Sun, séu síst til þess að fallin að lægja öldurnar. Donald Trump Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. Hann segir hins vegar að Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafi ekki staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkum. Fjögurra daga opinber heimsókn Trump til Bretlands heldur áfram í dag en forsetinn kom til landsins í gær. Fyrrnefnd ummæli um þá Johnson og Khan lét Trump falla í viðtali við breska götublaðið The Sun en fjallað er um málið á vef Guardian.Telur að Johnson yrði frábær forsætisráðherra Trump tók fram að hann væri ekki að reyna að egna þeim saman, þeim Johnson og May, en eins og kunnugt er sagði Johnson af sér sem utanríkisráðherra fyrr í þessari viku vegna ágreinings innan bresku ríkisstjórnarinnar um hvaða leið skuli fara í Brexit. „Ég er bara að segja að hann væri frábær forsætisráðherra. Ég held að hann hafi það sem til þurfi,“ sagði Trump um Johnson. Þá bætti hann við að hann myndi gjarnan vilja hitta Johnson á meðan á heimsókn hans stæði og sagði augljóst að Johnson kynni vel við hann. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann hafi yfirgefið ríkisstjórnina og ég vona að hann komi aftur á einhverjum tímapunkti. Ég held að hann sé mjög góður fulltrúi fyrir land ykkar.“Segir Khan hafa staðið sig illa í því að berjast gegn hryðjuverkum og glæpum Trump var ekki alveg jafn ánægður með Khan, borgarstjórann í Lundúnum. „Ég held að hann hafi staðið sig mjög illa í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég held að hann hafi líka staðið sig illa í að berjast gegn glæpum, ef þú bara horfir á alla þessa hræðilegu hluti sem eru í gangi hérna, og alla glæpina sem hafa verið framdir,“ sagði Trump. Þá virtist hann einnig hafa horn í síðu Khan vegna fjölda innflytjenda sem streyma inn til Evrópu. „Mér finnst það að hleypa fleiri fleiri milljónum innflytjenda inn til Evrópu mjög sorglegt. Ég horfi á borgir Evrópu og ég get verið nákvæmari ef þú vilt. Þið eruð með borgarstjóra sem hefur staðið sig mjög illa, mjög illa,“ sagði Trump. Í dag mun forsetinn eiga fundi með Theresu May, forsætisráðherra, og Elísabetu II Englandsdrottningu en heimsókn Trump til Bretlands er vægast sagt umdeild og hófust mótmæli í Lundúnum strax í morgun. Þá er talið að ýmis ummæli sem hann hefur látið falla í tilefni heimsóknarinnar, meðal annars í viðtalinu við The Sun, séu síst til þess að fallin að lægja öldurnar.
Donald Trump Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00
Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52