Íslenskar kirkjur eru teknar til ítarlegrar umfjöllunar á menningarvef breska ríkisútvarpsins, BBC, og er arkítektúrinn sagður hafa algjöra sérstöðu á heimsvísu.
„Þessar geómetrísku, oft ósamhverfu byggingar líta út eins og dvalarstaðir huldufólksins úr íslenskum goðsögnum, kannski síðustu afdrep ísrisanna sem Óðni tókst ekki að útrýma,“ skrifar höfundurinn, Addison Nugent.
Hallgrímskirkja, Stykkishólmskirkja, Kópavogskirkja og Seltjarnarneskirkja eru á meðal þeirra sem teknar eru fyrir auk arkítektanna sem teiknuðu þær. Þá er farið yfir sögu heiðni og kristni á Íslandi auk þess sem sérstaklega er minnst á dræma kirkjusókn Íslendinga.
Umfjöllunina með myndum af kirkjunum má lesa í heild hér.
Íslenskum kirkjum líkt við „dvalarstaði huldufólks“ í úttekt BBC
Kristín Ólafsdóttir skrifar
