Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 18:35 Frá verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30
Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04