Samkeppnisyfirvöld rannsaka samstarf evrópskra matvörurisa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Margar evrópskar matvörukeðjur sameinast um innkaup. Vísir/Getty Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast taka til skoðunar hvort samstarf nokkurra stærstu matvörurisa í Evrópu á sviði innkaupa brjóti gegn samkeppnisreglum. Frá þessu greindu þau í gær. Lagt verður mat á samkeppnisleg áhrif samvinnunnar á bæði birgja og neytendur, að sögn franskra yfirvalda. Margar evrópskar matvörukeðjur hafa brugðist við breyttu samkeppnisumhverfi með því að sameinast um innkaup og ná fram, í krafti stærðar, sem hagstæðustum kjörum hjá birgjum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu Tesco og Carrefour, stærstu matvörukeðjur álfunnar, um áform sín um að sameina markaðsstyrk sinn með því að kaupa sameiginlega inn vörur. Samstarf keðjanna gildir til þriggja ára. Áður höfðu Carrefour og Système U hafið innkaupasamstarf á heimamarkaði sínum í Frakklandi og það sama gildir jafnframt um keðjurnar Auchan, Casino, Shiever og Metro, að því er segir í frétt The Financial Times. Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast rannsaka umrædd samstarfsverkefni en í tilkynningu sögðust þau ætla að ræða við helstu birgja og keppinauta matvörukeðjanna. „Rannsóknin kemur ekki á óvart, sagði Bruno Monteyne,“ greinandi hjá Bernstein. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis matvöruverslana væri hins vegar ólíklegt að stjórnmálamenn myndu vilja leggja stein í götu þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast taka til skoðunar hvort samstarf nokkurra stærstu matvörurisa í Evrópu á sviði innkaupa brjóti gegn samkeppnisreglum. Frá þessu greindu þau í gær. Lagt verður mat á samkeppnisleg áhrif samvinnunnar á bæði birgja og neytendur, að sögn franskra yfirvalda. Margar evrópskar matvörukeðjur hafa brugðist við breyttu samkeppnisumhverfi með því að sameinast um innkaup og ná fram, í krafti stærðar, sem hagstæðustum kjörum hjá birgjum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu Tesco og Carrefour, stærstu matvörukeðjur álfunnar, um áform sín um að sameina markaðsstyrk sinn með því að kaupa sameiginlega inn vörur. Samstarf keðjanna gildir til þriggja ára. Áður höfðu Carrefour og Système U hafið innkaupasamstarf á heimamarkaði sínum í Frakklandi og það sama gildir jafnframt um keðjurnar Auchan, Casino, Shiever og Metro, að því er segir í frétt The Financial Times. Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast rannsaka umrædd samstarfsverkefni en í tilkynningu sögðust þau ætla að ræða við helstu birgja og keppinauta matvörukeðjanna. „Rannsóknin kemur ekki á óvart, sagði Bruno Monteyne,“ greinandi hjá Bernstein. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis matvöruverslana væri hins vegar ólíklegt að stjórnmálamenn myndu vilja leggja stein í götu þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira