Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2018 11:45 Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08