Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15