Handritin markvisst notuð í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira