Davíð Þór: Ekki alveg eins gott lið og búist var við Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 16:15 Davíð Þór Viðarsson er fyrirliði FH S2 Sport FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira