„Þetta hefur verið yfirþyrmandi en heilt yfir hefur þetta frábært,” sagði Haddi, eins og hann er kallaður, er AP fréttastofan ræddi við hann á æfingarsvæðinu á Cranoustie vellinum.
Fyrirsögnin á greininni er „Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á opna breska.” Þar segir Haraldur frá því hvernig menn spila golf á miðnætti á Íslandi og fer aðeins út í golfvellina hér heima.
„Við erum lengra í norður á frosni eyju svo þetta er eins gott og það gerist. Það verður að hrósa starfsfólki golfvallana á Íslandi. Við erum með nokkra stórkostlega velli og sumir umkringdir hrauni.”
„Það er mánuður á Íslandi sem það er sólarljós allar 24 klukkustundirnar á sólahring. Það eru mót sem hefjast á miðnætti, miðnæturgolf og þar spila túristar.”

„Það skiptir mig engu máli að ég sé fyrsti Íslendingurinn. Mér finnst það frábært að ég sé fyrsti Íslendingurinn á risamóti en hvort sem það hafa spilað fimmtán eða þúsund á undan mér skiptir engu máli.”
„Vonandi verður þetta hvatning fyrir aðra. Við erum með fullt af góðum ungum krökkum og ég held að ég verði ekki sá eini sem spila á stóru móti frá Íslandi
En hvernig myndi Snorri Ólafsson, þjálfari Haraldar, lýsa honum sem kylfing og hvernig ætlar hann að spila í dag?
„Hann mun spila fyrir parið. Stöðugt golf. Þú færð ekki mikil svipbrigði frá honum. Við erum með allskyns týpur á Íslandi en hann er óútreiknalegur. Hann getur verið átta undir pari eða átta yfir pari.”
„Það er gaman að horfa á hann og vonandi verður pútterinn heitur,” bætti Snorri við en alla grein AP má lesa hér.
Haraldur Franklín fer af stað klukkan 10.53 í dag og að sjálfsögðu mun Vísir fylgjast vel með kappanum.