Fullveldisgjöfin átti að vera hér Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2018 20:30 Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða á Melunum gengur almennt undir heitinu Hola íslenskra fræða. Stöð 2/Björn Sigurðsson Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira