Frosin stjórnsýsla Andrés Magnússon skrifar 19. júlí 2018 07:00 Fyrir sjö árum sendu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem samtökin tóku af skarið og kvörtuðu undan innleiðingu hérlendra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Var þannig í pottinn búið, og er enn, að íslenska ríkið hefur sett höft á innflutning á fersku kjöti og skal allt slíkt kjöt fryst áður en það kemur inn á borð íslenskra neytenda. Sem afleiðing þessa er íslenskum neytendum gert að velja á milli innlendrar framleiðslu, ferskrar eða frosinnar, og þídds erlends kjöts. Er óumdeilt að slík samkeppni er verulega einsleit og vali neytenda gefið langt nef enda felur frystiskylda á kjöti í sér verulega eftirgjöf á gæðum. Á síðastliðnu ári kvað EFTA-dómstóllinn upp hinn rökrétta dóm að hérlend frystiskylda fæli í sér ótvírætt brot gegn EES-skuldbindingum íslenska ríkisins. Var dómurinn í fullu samræmi við röksemdir SVÞ í kvörtun sinni til ESA. Þrátt fyrir veruleg fjárútlát í vörn sinni tókst íslenska ríkinu ekki að sýna fram á nein rök fyrir umræddum innflutningshöftum. Á góðri og kjarnyrti íslensku kallaðist þessi sneypuför stjórnvalda fyrir dómstólnum heimaskítsmát hvað varðar grundvöll fyrir þessum höftum á starfsumhverfi verslana og valfrelsi neytenda. Þrátt fyrir ljúf loforð stjórnvalda gagnvart ESA um að bæta úr þessum ágöllum og aflétta umræddum höftum hafa stjórnvöld enn ekki gripið til slíkra aðgerða átta mánuðum frá því að dómur féll í málinu. Í átta mánuði hafa stjórnvöld verið meðvituð um eigin sök án þess að hafa sýnt vilja í verki til að bæta hér úr. Er svo komið að ekki eingöngu þolinmæði neytenda og verslana er á þrotum heldur einnig þolinmæði ESA. Hefur stofnunin nú gefið stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember á síðasta ári. Nú dugar ekkert fyrir hérlend stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus og krossleggja fingur um að þetta reddist heldur þarf að bretta upp ermar og ráðast í þær breytingar sem gera þarf til að uppfylla skyldur ríkisins. Sofandaháttur stjórnvalda í þessu máli má ekki viðgangast mikið lengur og er það skýr krafa verslunar og neytenda að stjórnvöld virði þær alþjóðlegu skuldbindingar sem það hefur undirgengist, hvort sem það eru samningar eða dómar.Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir sjö árum sendu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem samtökin tóku af skarið og kvörtuðu undan innleiðingu hérlendra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Var þannig í pottinn búið, og er enn, að íslenska ríkið hefur sett höft á innflutning á fersku kjöti og skal allt slíkt kjöt fryst áður en það kemur inn á borð íslenskra neytenda. Sem afleiðing þessa er íslenskum neytendum gert að velja á milli innlendrar framleiðslu, ferskrar eða frosinnar, og þídds erlends kjöts. Er óumdeilt að slík samkeppni er verulega einsleit og vali neytenda gefið langt nef enda felur frystiskylda á kjöti í sér verulega eftirgjöf á gæðum. Á síðastliðnu ári kvað EFTA-dómstóllinn upp hinn rökrétta dóm að hérlend frystiskylda fæli í sér ótvírætt brot gegn EES-skuldbindingum íslenska ríkisins. Var dómurinn í fullu samræmi við röksemdir SVÞ í kvörtun sinni til ESA. Þrátt fyrir veruleg fjárútlát í vörn sinni tókst íslenska ríkinu ekki að sýna fram á nein rök fyrir umræddum innflutningshöftum. Á góðri og kjarnyrti íslensku kallaðist þessi sneypuför stjórnvalda fyrir dómstólnum heimaskítsmát hvað varðar grundvöll fyrir þessum höftum á starfsumhverfi verslana og valfrelsi neytenda. Þrátt fyrir ljúf loforð stjórnvalda gagnvart ESA um að bæta úr þessum ágöllum og aflétta umræddum höftum hafa stjórnvöld enn ekki gripið til slíkra aðgerða átta mánuðum frá því að dómur féll í málinu. Í átta mánuði hafa stjórnvöld verið meðvituð um eigin sök án þess að hafa sýnt vilja í verki til að bæta hér úr. Er svo komið að ekki eingöngu þolinmæði neytenda og verslana er á þrotum heldur einnig þolinmæði ESA. Hefur stofnunin nú gefið stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember á síðasta ári. Nú dugar ekkert fyrir hérlend stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus og krossleggja fingur um að þetta reddist heldur þarf að bretta upp ermar og ráðast í þær breytingar sem gera þarf til að uppfylla skyldur ríkisins. Sofandaháttur stjórnvalda í þessu máli má ekki viðgangast mikið lengur og er það skýr krafa verslunar og neytenda að stjórnvöld virði þær alþjóðlegu skuldbindingar sem það hefur undirgengist, hvort sem það eru samningar eða dómar.Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun