Haraldur fékk strax fugl á tíundu holu og aðra fugla á þrettándu og fjórtándu holu og var allt í einu kominn á einn yfir pari. Frábær byrjun.
Því miður fékk hann svo tvo skolla í röð og er á þremur höggum yfir pari þegar að tvær holur eru eftir á fyrsta degi.
Hér að neðan má sjá höggin hans á holum ellefu til fjórtán þar sem að hann fékk tvo fugla en Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson halda áfram að fylgjast með hverju höggi Haraldar á Carnoustie vellinum.
Hér má sjá höggin hans á fyrstu þremur holunum og hér má sjá það sem að hann gerði á holum fimm til níu.
Beina textalýsingu frá gengi Haraldar má svo finna hér.