Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 09:59 Model 3 var auglýst sem ódýrari fólksbíll en Tesla hafði áður framleitt. Enn sem komið er hefur fyrirtækið aðeins framleitt dýrari útgáfu af bílnum. Vísir/EPA Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á. Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á.
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00
Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13
Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26