Vætutíð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Veður Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar