Stytta vinnuvikuna í 52 stundir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:33 Þessi Suður-Kóreumaður er hoppandi kátur með breytingarnar. Vísir/getty Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira