KR með einn sigur í átta tilraunum gegn Óla Jó og Val Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2018 14:00 Þessi maður er ólseigur. vísir/anton brink KR og Valur mætast í kvöld í stórleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en þessi tvö Reykjavíkurstórveldi mætast á Alvogenvellinum í vesturbæ Reykjavíkur. Flautað verður til leiks klukkan 19.15 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í kvöld mætast einnig KA og Fjölnir en leikar þar hefjast 18.30. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals og fyrrum þjálfari FH, hefur í gegnum tíðina haft gott tak á KR-ingum og líkar vel við að spila stóra leiki eins og gegn KR. Hann tók við liðinu í október 2014 og síðan hefur Valsmönnum vegnað ansi vel gegn KR. Á fyrsta árinu spiluðu liðin þrjá leiki; tvo í bikar og einn í deild. Valur vann tvo leiki, þar á meðal bikarleikinn og vann bikarinn það árið, en liðið gerðu eitt jafntefli. Árið 2016 töpuðu Valsmenn fyrri leiknum gegn KR en unnu síðari leikinn 2-0. Árið eftir fékk Valur svo fjögur stig af sex mögulegum gegn KR og fyrri leikurinn í ár endaði með 2-1 dramatískum sigri Vals. Ólafur Jóhannesson hefur því náð í fjórtán stig af 21 mögulegu gegn KR frá því að hann tók við Val og slegið þá einu sinni út úr bikarnum. Það má því segja að fyrrum landsliðsþjálfarinn sé með gott tak á KR. Það er spurning hvað gerist í kvöld en KR er í vandræðum og þarf á þremur stigum að halda. Liðið er í sjöunda sætinu með þrettán stig en Valsmenn eru á toppnum; sex sigurleikir í röð og eru með tveggja stiga forskot.Leikir Vals og KR frá því að Ólafur tók við Val:2015 Valur - KR 3-0 Valur - KR 2-0 (bikarkeppni) KR - Valur 2-22016 KR - Valur 2-1 Valur - KR 2-02017 Valur - KR 2-1 KR - Valur 0-02018 Valur - KR 2-1Valur í leikjunum átta: 14 stig af 21 mögulegu. Einu sinni áfram í bikar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
KR og Valur mætast í kvöld í stórleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en þessi tvö Reykjavíkurstórveldi mætast á Alvogenvellinum í vesturbæ Reykjavíkur. Flautað verður til leiks klukkan 19.15 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í kvöld mætast einnig KA og Fjölnir en leikar þar hefjast 18.30. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals og fyrrum þjálfari FH, hefur í gegnum tíðina haft gott tak á KR-ingum og líkar vel við að spila stóra leiki eins og gegn KR. Hann tók við liðinu í október 2014 og síðan hefur Valsmönnum vegnað ansi vel gegn KR. Á fyrsta árinu spiluðu liðin þrjá leiki; tvo í bikar og einn í deild. Valur vann tvo leiki, þar á meðal bikarleikinn og vann bikarinn það árið, en liðið gerðu eitt jafntefli. Árið 2016 töpuðu Valsmenn fyrri leiknum gegn KR en unnu síðari leikinn 2-0. Árið eftir fékk Valur svo fjögur stig af sex mögulegum gegn KR og fyrri leikurinn í ár endaði með 2-1 dramatískum sigri Vals. Ólafur Jóhannesson hefur því náð í fjórtán stig af 21 mögulegu gegn KR frá því að hann tók við Val og slegið þá einu sinni út úr bikarnum. Það má því segja að fyrrum landsliðsþjálfarinn sé með gott tak á KR. Það er spurning hvað gerist í kvöld en KR er í vandræðum og þarf á þremur stigum að halda. Liðið er í sjöunda sætinu með þrettán stig en Valsmenn eru á toppnum; sex sigurleikir í röð og eru með tveggja stiga forskot.Leikir Vals og KR frá því að Ólafur tók við Val:2015 Valur - KR 3-0 Valur - KR 2-0 (bikarkeppni) KR - Valur 2-22016 KR - Valur 2-1 Valur - KR 2-02017 Valur - KR 2-1 KR - Valur 0-02018 Valur - KR 2-1Valur í leikjunum átta: 14 stig af 21 mögulegu. Einu sinni áfram í bikar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira