Ólafía byrjaði vel í Wisconsin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júlí 2018 17:36 Ólafía Þórunn byrjar mjög vel í Wisconsin víris/getty Ólafía Þórunn er rétt utan við toppbaráttuna eftir flottan fyrsta hring á Thornberry Creek mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía var jöfn í áttunda sæti þegar aðeins tvær holur voru eftir en skolli á 17 holunni sá hana detta niður í 15. - 27. sæti. Hún fór hringinn í dag á þremur höggum undir pari eftir sex fugla og þrjá skolla. Dagurinn byrjaði illa, með skolla á fyrstu holu. Hún var hins vegar fljót að ná högginu til baka og endaði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Það kom skolli á 12. holu sem Ólafía fylgdi eftir með þremur fuglum á næstu fjórum holum og staðan orðin mjög góð fyrir íþróttamann ársins 2017. Eins og áður segir fékk hún svo skolla á næst síðustu holunni og paraði svo þá 18. og endaði á þremur höggum undir pari. Þegar þessi frétt er skrifuð er Katherine Kirk í efsta sæti á átta höggum undir pari og Ólafía því ekki mörgum höggum frá toppbaráttunni. Enn eiga þó um 70 kylfingar eftir að fara af stað, Ólafía var á meðal þeirra fyrstu sem fóru út í morgun. Haldi hún vel á spöðunum á morgun ætti Ólafía að fljúga í gegnum niðurskurðinn. Útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn er rétt utan við toppbaráttuna eftir flottan fyrsta hring á Thornberry Creek mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía var jöfn í áttunda sæti þegar aðeins tvær holur voru eftir en skolli á 17 holunni sá hana detta niður í 15. - 27. sæti. Hún fór hringinn í dag á þremur höggum undir pari eftir sex fugla og þrjá skolla. Dagurinn byrjaði illa, með skolla á fyrstu holu. Hún var hins vegar fljót að ná högginu til baka og endaði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Það kom skolli á 12. holu sem Ólafía fylgdi eftir með þremur fuglum á næstu fjórum holum og staðan orðin mjög góð fyrir íþróttamann ársins 2017. Eins og áður segir fékk hún svo skolla á næst síðustu holunni og paraði svo þá 18. og endaði á þremur höggum undir pari. Þegar þessi frétt er skrifuð er Katherine Kirk í efsta sæti á átta höggum undir pari og Ólafía því ekki mörgum höggum frá toppbaráttunni. Enn eiga þó um 70 kylfingar eftir að fara af stað, Ólafía var á meðal þeirra fyrstu sem fóru út í morgun. Haldi hún vel á spöðunum á morgun ætti Ólafía að fljúga í gegnum niðurskurðinn. Útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira