Svíarnir um Englendingana: Þeir bera enga virðingu fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 10:30 Englendingarnir Dele Alli og Harry Kane ásamt Svíunum Emil Forsberg og Viktor Claesson. Vísir/Getty Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira