Svíarnir um Englendingana: Þeir bera enga virðingu fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 10:30 Englendingarnir Dele Alli og Harry Kane ásamt Svíunum Emil Forsberg og Viktor Claesson. Vísir/Getty Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira