Fyrir lokahringinn var Kevin einu höggi á eftir forystusauðunum í mótinu, þeim Harold Varner III og Kelly Kraft. Þeir gáfu eftir á lokahringnum á meðan Kevin steig á bensíngjöfina.
Kevin spilaði frábært golf á lokahringnum. Hann fékk einungis einn skolla en sjö fugla. Hinar holurnar fór hann á pari og endaði því dag fjögur á 64 höggum.
Bandaríkjamaðurinn Kevin Na var því að vinna sinn annan risatitil á ferlinum en enginn veitti honum mótspyrnu á lokahringnum. Hann vann með fimm höggum en næstur kom Kelly Kraft. Í þriðja og fjórða sætinu voru svo Jason Kokrak og Brandt Snedeker.
Harold Varner III, sá sem leiddi fyrir lokahringinn, gaf heldur betur eftir en hann endaði að lokum í fimmta sætinu. Hann spilaði síðasta hringinn á tveimur höggum yfir pari.
Bubba Watson náði sér ekki á strik en hann endaði samtals á níu undir pari og í þrettánda sætinu. Phil Mickelson endaði í 65. sætinu á einu höggi undir pari.
Sigurvegarinn frá því í fyrra, Xander Schauffele, spilaði skelfilega á lokahringnum og endaði í 21. sætinu. Hann spilaði lokahringinn á fimm höggum yfir pari eftir að hafa verið í toppbaráttunni framan af.
Congrats from Bubba.pic.twitter.com/u9ajLKd6Ry
— PGA TOUR (@PGATOUR) July 8, 2018