Það er erkibiskupinn af Kantaraborg sem mun stýra athöfninni, sem hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. BBC greinir frá því að þetta verði í fyrsta sinn sem fjölskyldan sést opinberlega öll saman frá því að Lúðvík kom í heiminn.
Lúðvík Artúr Karl fæddist þann 23. apríl síðastliðinn og er því um ellefu vikna gamall. Hann er þriðja barn Katrínar og Vilhjálms en fyrir áttu þau Georg, fjögurra ára, og Karlottu, þriggja ára.
Lúðvík mun klæðast sama skírnarkjól og eldri systkini sín. Samkvæmt hefð verður vatn úr fljótinu Jórdan notað í athöfninni.
Tilkynnt verður hverjir verða guðforeldrar Lúðvíks síðar í dag. Veðbankar telja líklegast að Miguel Head, einkaritari Vilhjálms sem lætur af störfum síðar í þessum mánuði, verði guðfaðir drengsins.
Lúðvík er fimmti í röðinni til að erfa bresku krúnuna á eftir Karli afa sínum, Vilhjálmi föður sínum, og tveimur eldri systkinum sínum.
I'm delighted and privileged to be christening Prince Louis today – a precious child made in God's image, just as we all are. Please join me in praying for him and his family on this special day.
— Archbishop of Canterbury (@JustinWelby) July 9, 2018
“You are my beloved” (Mark 1:11) pic.twitter.com/HAqW51YFBJ