Boris Johnson segir af sér Atli Ísleifsson og Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 14:05 Boris Johnson. Vísir/AFP Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. Frá þessu er greint á vef Sky News. Afsögn Boris Johnson kemur í kjölfar afsagnar David Davis, ráðherra Brexit-mála, í gær. Tilkynnt var um afsögn Johnson um hálftíma áður en Theresa May forsætisráðherra hugðist kynna Brexit-áætlun stjórnar sinnar fyrir þinginu. Skiptar skoðanir hafa verið innan breska Íhaldsflokksins um framgöngu stjórnvalda á Brexit-ferlinu og segir Johnson stefnu stjórnarinnar „ekki [hafa verið] bestu áætlunina“. Staða May í stóli forsætisráðherra er af fréttskýrendum talin hafa veikst við afsögn Davis í gær og með afsögn Johnson þykir ljóst að þrýstingur á hana eykst enn. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu breska var Johnson þakkað fyrir sín störf og að fljótlega yrði arftaki hans í embætti utanríkisráðherra kynntur til sögunnar.Vandræðalegt og erfitt Laura Kuenssberg, fréttaskýrandi BBC, segir að brotthvarf Johnson úr ríkisstjórn sé vandræðalegt fyrir May og skilji hana eftir í mjög erfiðri stöðu. Johnson hafi verið „andlit“ Brexit-sinna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 og að brotthvarf hans kunni að leiða til einvígis milli May og Johnson um leiðtogasætið innan Íhaldsflokksins. Fréttamaður Sky segir ljóst að með uppsögnum Davis og Johnson sé „uppreisnin“ Brexit-sinna innan Íhaldsflokksins hafin."The rebellion is underway" - @BorisJohnson has resigned as foreign secretary just hours after his fellow Conservative @DavidDavisMP #BrexitFollow live updates here: https://t.co/M6F3ifcieO pic.twitter.com/iPT1PXHygR— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, hrósar Johnson á Twitter og hvetur til þess að Bretar losi sig sem fyrst við May úr embætti forsætisráðherra til að hægt verði að koma Brexit-ferlinu aftur á „réttan kjöl“.Bravo @BorisJohnson. Now can we please get rid of the appalling @theresa_may and get Brexit back on track.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) July 9, 2018 Slæm áhrif á samningsstöðu Davis sagði í opnu afsagnarbréfi sínu að honum hafi þótt stefna stjórnarinnar of lin og hún hafi haft slæm áhrif á samningsstöðu Breta. Johnson tók við embætti utanríkisráðherra Bretlands í júlí 2016. Hann tók við embættinu af Philip Hammond. Hann var borgarstjóri Lundúna á árunum 2008 til 2016.Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. Frá þessu er greint á vef Sky News. Afsögn Boris Johnson kemur í kjölfar afsagnar David Davis, ráðherra Brexit-mála, í gær. Tilkynnt var um afsögn Johnson um hálftíma áður en Theresa May forsætisráðherra hugðist kynna Brexit-áætlun stjórnar sinnar fyrir þinginu. Skiptar skoðanir hafa verið innan breska Íhaldsflokksins um framgöngu stjórnvalda á Brexit-ferlinu og segir Johnson stefnu stjórnarinnar „ekki [hafa verið] bestu áætlunina“. Staða May í stóli forsætisráðherra er af fréttskýrendum talin hafa veikst við afsögn Davis í gær og með afsögn Johnson þykir ljóst að þrýstingur á hana eykst enn. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu breska var Johnson þakkað fyrir sín störf og að fljótlega yrði arftaki hans í embætti utanríkisráðherra kynntur til sögunnar.Vandræðalegt og erfitt Laura Kuenssberg, fréttaskýrandi BBC, segir að brotthvarf Johnson úr ríkisstjórn sé vandræðalegt fyrir May og skilji hana eftir í mjög erfiðri stöðu. Johnson hafi verið „andlit“ Brexit-sinna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 og að brotthvarf hans kunni að leiða til einvígis milli May og Johnson um leiðtogasætið innan Íhaldsflokksins. Fréttamaður Sky segir ljóst að með uppsögnum Davis og Johnson sé „uppreisnin“ Brexit-sinna innan Íhaldsflokksins hafin."The rebellion is underway" - @BorisJohnson has resigned as foreign secretary just hours after his fellow Conservative @DavidDavisMP #BrexitFollow live updates here: https://t.co/M6F3ifcieO pic.twitter.com/iPT1PXHygR— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, hrósar Johnson á Twitter og hvetur til þess að Bretar losi sig sem fyrst við May úr embætti forsætisráðherra til að hægt verði að koma Brexit-ferlinu aftur á „réttan kjöl“.Bravo @BorisJohnson. Now can we please get rid of the appalling @theresa_may and get Brexit back on track.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) July 9, 2018 Slæm áhrif á samningsstöðu Davis sagði í opnu afsagnarbréfi sínu að honum hafi þótt stefna stjórnarinnar of lin og hún hafi haft slæm áhrif á samningsstöðu Breta. Johnson tók við embætti utanríkisráðherra Bretlands í júlí 2016. Hann tók við embættinu af Philip Hammond. Hann var borgarstjóri Lundúna á árunum 2008 til 2016.Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent