Lífið

Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Robin Wright og Kevin Spacey fóru með hlutverk forsetahjónanna Claire og Frank Underwood í House of Cards, þangað til Spacey var skrifaður út úr þættinum í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot.
Robin Wright og Kevin Spacey fóru með hlutverk forsetahjónanna Claire og Frank Underwood í House of Cards, þangað til Spacey var skrifaður út úr þættinum í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Vísir/Getty

Leikkonan Robin Wright, sem fer nú með aðalhlutverkið í Netflix-þáttaröðinni House of Cards, segist ekki hafa þekkt manninn sem Kevin Spacey, fyrrverandi mótleikari hennar í þáttunum, hafði raunverulega að geyma.



Wright ræddi síðustu seríu þáttanna, sem frumsýnd verður á Netflix í haust, í viðtali í þættinum Today Show á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar tjáði hún sig m.a. um Spacey, sem rekinn var úr þáttunum vegna fjölda ásakana á hendur honum um kynferðisbrot.



Wright sagðist aðeins hafa kynnst Spacey þegar myndavélarnar voru í gangi.



„Ég í rauninni þekkti ekki – ég þekkti ekki manninn. Ég þekkti hinn ótrúlega listamann sem hann er,“ sagði Wright. Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart.



Þetta er í fyrsta sinn sem Wright tjáir sig um meint kynferðisbrot leikarans, sem fór með hlutverk forseta Bandaríkjanna og jafnframt eiginmanns hennar í þáttunum. Spacey hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar.


Tengdar fréttir

Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot

Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum.

Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis

Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.