Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Enginn ríkisforstjóri hækkaði jafnmikið í launum og Hörður Arnarson við að færast undan kjararáði. Fréttablaðið/Ernir Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent