Gætu sett fjármuni í leigufélög Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Á meðal verkefna Bjargs íbúðafélags er bygging 155 íbúða við Mjóaveg við Spöng í Grafarvogi. Björn Traustason er hér lengst til hægri. Reykjavíkurborg Áætlað er að fyrsti áfangi Bjargs íbúðafélags, sjálfseignarstofnunar án hagnaðarmarkmiða, sem er bygging 1.400 íbúða, kosti um 42 milljarða króna. Þrjátíu prósent af þeirri upphæð verða fjármögnuð með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. Eftir standa 70 prósent, eða um 30 milljarðar. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, segir að þeir verði fjármagnaðir með lánsfé á almennum markaði. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), Haukur Hafsteinsson, segir vel koma til greina að lífeyrissjóðir skoði aðkomu að fjármögnun á leiguhúsnæði. „Það er frekar spurning um í hvaða formi það eigi að vera. Ég sé helst fyrir mér að lífeyrissjóðir komi sem lánveitendur eða hluthafar í slíkum félögum,“ segir Haukur og bendir þá til dæmis á Bjarg, sem stofnað var af BSRB og ASÍ. Að sögn Björns stendur þó ekki til að lífeyrissjóðirnir komi með hlutafé inn í fyrsta verkefni Bjargs sem er fjármagnað með stofnframlögum. „En þetta verkefni er með tekjumörkum og er því ekki fyrir alla,“ segir hann. Það þýðir að þeir einir geta hlotið úthlutun sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, sem er skilgreind samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglugerð um almennar íbúðir. „En við höfum verið að skoða það að vera með verkefni samhliða sem er leiguíbúðir án tekjumarka. Í því verkefni fengi Bjarg ekki stofnframlög og þá kemur til greina að lífeyrissjóðirnir eða verkalýðsfélögin komi inn sem hluthafar,“ segir Björn. Útboð á bréfum í fyrsta íbúðaleigufélaginu á markaði, Heimavöllum, fór fram í byrjun maí.„Það er svo sem ekkert leyndarmál að það var fyrst og fremst verðlagningin í því útboði sem réð því að við ákváðum að taka ekki þátt.“ Þar voru 750 milljón nýir hlutir seldir fyrir samtals rétt rúmlega 1,04 milljarða króna á útboðsgenginu 1,39 krónur á hlut. Gengi bréfanna byrjaði strax að lækka sama dag og bréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni og við lokun markaða í gær var gengið 1,25. Augljóst var eftir útboðið að lífeyrissjóðirnir höfðu lítinn áhuga á að fjárfesta í félaginu. Einhverjir kynnu að hafa útskýrt áhugaleysið með því að mikil umræða hefur verið um Almenna leigufélagið og Heimavelli frá því að þau voru stofnuð. Sú umræða hefur að miklu leyti verið neikvæð. Haukur segir þó orðsporsáhættu ekki hafa valdið áhugaleysi síns lífeyrissjóðs. „Við metum alla þætti þegar að fjárfestingu kemur og eitt af því er orðsporsáhætta. En fyrst og fremst var það bara verðið. Þegar og þá af þeirri ástæðu ákváðum við að taka ekki þátt. Þannig að aðrir þættir komu ekki til skoðunar,“ segir Haukur. Á fundi, sem stéttarfélagið Efling stóð fyrir í fyrradag, sagði Ólafur Margeirsson hagfræðingur að lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu leigumarkaðar hér á landi. Ef lífeyrissjóðir og önnur félög og fyrirtæki, ýmist óhagnaðardrifin eða rekin í gróðaskyni, hasli sér völl á leigumarkaði skili það sér í jákvæðri samkeppni. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg. 1. júní 2018 08:00 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. 15. maí 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Áætlað er að fyrsti áfangi Bjargs íbúðafélags, sjálfseignarstofnunar án hagnaðarmarkmiða, sem er bygging 1.400 íbúða, kosti um 42 milljarða króna. Þrjátíu prósent af þeirri upphæð verða fjármögnuð með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. Eftir standa 70 prósent, eða um 30 milljarðar. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, segir að þeir verði fjármagnaðir með lánsfé á almennum markaði. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), Haukur Hafsteinsson, segir vel koma til greina að lífeyrissjóðir skoði aðkomu að fjármögnun á leiguhúsnæði. „Það er frekar spurning um í hvaða formi það eigi að vera. Ég sé helst fyrir mér að lífeyrissjóðir komi sem lánveitendur eða hluthafar í slíkum félögum,“ segir Haukur og bendir þá til dæmis á Bjarg, sem stofnað var af BSRB og ASÍ. Að sögn Björns stendur þó ekki til að lífeyrissjóðirnir komi með hlutafé inn í fyrsta verkefni Bjargs sem er fjármagnað með stofnframlögum. „En þetta verkefni er með tekjumörkum og er því ekki fyrir alla,“ segir hann. Það þýðir að þeir einir geta hlotið úthlutun sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, sem er skilgreind samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglugerð um almennar íbúðir. „En við höfum verið að skoða það að vera með verkefni samhliða sem er leiguíbúðir án tekjumarka. Í því verkefni fengi Bjarg ekki stofnframlög og þá kemur til greina að lífeyrissjóðirnir eða verkalýðsfélögin komi inn sem hluthafar,“ segir Björn. Útboð á bréfum í fyrsta íbúðaleigufélaginu á markaði, Heimavöllum, fór fram í byrjun maí.„Það er svo sem ekkert leyndarmál að það var fyrst og fremst verðlagningin í því útboði sem réð því að við ákváðum að taka ekki þátt.“ Þar voru 750 milljón nýir hlutir seldir fyrir samtals rétt rúmlega 1,04 milljarða króna á útboðsgenginu 1,39 krónur á hlut. Gengi bréfanna byrjaði strax að lækka sama dag og bréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni og við lokun markaða í gær var gengið 1,25. Augljóst var eftir útboðið að lífeyrissjóðirnir höfðu lítinn áhuga á að fjárfesta í félaginu. Einhverjir kynnu að hafa útskýrt áhugaleysið með því að mikil umræða hefur verið um Almenna leigufélagið og Heimavelli frá því að þau voru stofnuð. Sú umræða hefur að miklu leyti verið neikvæð. Haukur segir þó orðsporsáhættu ekki hafa valdið áhugaleysi síns lífeyrissjóðs. „Við metum alla þætti þegar að fjárfestingu kemur og eitt af því er orðsporsáhætta. En fyrst og fremst var það bara verðið. Þegar og þá af þeirri ástæðu ákváðum við að taka ekki þátt. Þannig að aðrir þættir komu ekki til skoðunar,“ segir Haukur. Á fundi, sem stéttarfélagið Efling stóð fyrir í fyrradag, sagði Ólafur Margeirsson hagfræðingur að lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu leigumarkaðar hér á landi. Ef lífeyrissjóðir og önnur félög og fyrirtæki, ýmist óhagnaðardrifin eða rekin í gróðaskyni, hasli sér völl á leigumarkaði skili það sér í jákvæðri samkeppni.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg. 1. júní 2018 08:00 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. 15. maí 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg. 1. júní 2018 08:00
Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21
Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. 15. maí 2018 06:00