Suárez með sigurmark í hundraðasta landsleiknum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2018 08:27 Luis Suarez fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Luis Suárez hélt upp á hundraðasta landsleikinn sinn með því að tryggja Úrúgvæ 1-0 sigur á Sádi Arabíu og þar með sæti í 16 liða úrslitunum á HM í fótbolta í Rússlandi. Eftir sigur Úrúgvæ í dag og sigur Rússlands í gær er það ljóst að Rússar og Úrúgvæmenn eru komnir áfram úr A-riðlinum en Egyptaland og Sádi Arabía eru á heimleið eftir riðlakeppnina. Leikurinn í dag var frekar rólegur og verður seint talinn til skemmtilegustu leikja mótsins. Ef eitthvað lið þekkir það að vinna nauma sigra þá eru það liðsmenn Úrúgvæ en átta af síðustu níu sigurleikjum liðsins á HM hafa verið með minnsta mun. Úrúgvæ vann fyrsta leikinn 1-0 með marki í blálokin og að þessu sinni nægði liðinu mark frá Luis Suárez í fyrri hálfleik.Luis Suarez - the first player to score at three different editions of the #WorldCup for @Uruguay! pic.twitter.com/B2xfSuZd47 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 20, 2018 Luis Suárez setti met með þessu marki en hann er fyrsti Úrúgvæinn sem skorar mark á þremur heimsmeistaramótum. Metmarkið hans var líka hans liðið mjög mikilvægt. Luis Suárez nýtti sér þá mistök markvarðar Sádi Arabíu sem missti hornspyrnu klaufalega yfir sig, Suárez beið eins og gammur á markteignum og setti boltann í tómt markið. Sádarnir voru miklu betri en í fyrsta leiknum en samt nokkuð frá því að ógna sterkri vörn Úrúgvæ fyrir alvöru. Leikmenn Úrúgvæ gerðu það sem þeir þurftu og nú bíður þeirra úrslitaleikur við Rússland um efsta sæti riðilsins. HM 2018 í Rússlandi
Luis Suárez hélt upp á hundraðasta landsleikinn sinn með því að tryggja Úrúgvæ 1-0 sigur á Sádi Arabíu og þar með sæti í 16 liða úrslitunum á HM í fótbolta í Rússlandi. Eftir sigur Úrúgvæ í dag og sigur Rússlands í gær er það ljóst að Rússar og Úrúgvæmenn eru komnir áfram úr A-riðlinum en Egyptaland og Sádi Arabía eru á heimleið eftir riðlakeppnina. Leikurinn í dag var frekar rólegur og verður seint talinn til skemmtilegustu leikja mótsins. Ef eitthvað lið þekkir það að vinna nauma sigra þá eru það liðsmenn Úrúgvæ en átta af síðustu níu sigurleikjum liðsins á HM hafa verið með minnsta mun. Úrúgvæ vann fyrsta leikinn 1-0 með marki í blálokin og að þessu sinni nægði liðinu mark frá Luis Suárez í fyrri hálfleik.Luis Suarez - the first player to score at three different editions of the #WorldCup for @Uruguay! pic.twitter.com/B2xfSuZd47 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 20, 2018 Luis Suárez setti met með þessu marki en hann er fyrsti Úrúgvæinn sem skorar mark á þremur heimsmeistaramótum. Metmarkið hans var líka hans liðið mjög mikilvægt. Luis Suárez nýtti sér þá mistök markvarðar Sádi Arabíu sem missti hornspyrnu klaufalega yfir sig, Suárez beið eins og gammur á markteignum og setti boltann í tómt markið. Sádarnir voru miklu betri en í fyrsta leiknum en samt nokkuð frá því að ógna sterkri vörn Úrúgvæ fyrir alvöru. Leikmenn Úrúgvæ gerðu það sem þeir þurftu og nú bíður þeirra úrslitaleikur við Rússland um efsta sæti riðilsins.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti