„Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 22:48 Hinir fjórir fræknu, þeir sem þorðu. Frá vinstri: Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason. Vísir/Kolbeinn Tumi Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason vöktu athygli blaðamanns í Volgograd í kvöld. Þeir voru klæddir íslensku landsliðstreyjunni eins og fjölmargir en það var merkingin að aftan sem fékk blaðamann til að biðja þá um að staldra við. „Þeir sem þorðu“ stendur aftan á treyjunum sem eru númeraðar frá eitt upp í fjögur. Þannig er að fjórmenningarnir tilheyra veiðiklúbbnum „Óli alls staðar“. Magnaður veiðiklúbbur sem hefur marga fjöruna sopið en þær sögur tæki of langan tíma að segja að sögn félaganna fjögurra. Klúbburinn telur raunar tólf meðllimi og segir Óli, einn þriggja Óla í klúbbnum, að þeir hafi ætlað saman í epíska tólf manna ferð. Hingað eru þeir þó aðeins fjórir mættir. „Við ætluðum allir að fara en svo vorm það bara við fjórir sem þorðum,“ segir Óli og félagarnir taka undir með honum. Hann tekur undir með blaðamanni að hann sé eini „alvöru Ólinn“ miðað við mætinguna fyrir austan tjald. Hinir aumingjar sem þorðu ekki Félaganir voru fjórir í Moskvu líka og fylgja svo liðinu til Rostov í þriðja leikinn í riðlinum. Framhaldið er óráðið en félaganir eru handvissir um að Ísland komist upp úr riðlinum. „Af hverju ekki?· spyr Vignir blaðamann sem að á ekkert svar. Okkar mönnum eru allir vegir færir. Spáin 2-0 kemur líklega frá Jóni Þór en það skiptir ekki öllu máli, þeir eru sannfærðir um sigur hvernig svo sem tölurnar verða.En hvað vilja þeir segja við áttmenninganna sem eru að bíða eftir sumrinu heima á Íslandi? „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki,“ segir Óli Jón og hlær.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason vöktu athygli blaðamanns í Volgograd í kvöld. Þeir voru klæddir íslensku landsliðstreyjunni eins og fjölmargir en það var merkingin að aftan sem fékk blaðamann til að biðja þá um að staldra við. „Þeir sem þorðu“ stendur aftan á treyjunum sem eru númeraðar frá eitt upp í fjögur. Þannig er að fjórmenningarnir tilheyra veiðiklúbbnum „Óli alls staðar“. Magnaður veiðiklúbbur sem hefur marga fjöruna sopið en þær sögur tæki of langan tíma að segja að sögn félaganna fjögurra. Klúbburinn telur raunar tólf meðllimi og segir Óli, einn þriggja Óla í klúbbnum, að þeir hafi ætlað saman í epíska tólf manna ferð. Hingað eru þeir þó aðeins fjórir mættir. „Við ætluðum allir að fara en svo vorm það bara við fjórir sem þorðum,“ segir Óli og félagarnir taka undir með honum. Hann tekur undir með blaðamanni að hann sé eini „alvöru Ólinn“ miðað við mætinguna fyrir austan tjald. Hinir aumingjar sem þorðu ekki Félaganir voru fjórir í Moskvu líka og fylgja svo liðinu til Rostov í þriðja leikinn í riðlinum. Framhaldið er óráðið en félaganir eru handvissir um að Ísland komist upp úr riðlinum. „Af hverju ekki?· spyr Vignir blaðamann sem að á ekkert svar. Okkar mönnum eru allir vegir færir. Spáin 2-0 kemur líklega frá Jóni Þór en það skiptir ekki öllu máli, þeir eru sannfærðir um sigur hvernig svo sem tölurnar verða.En hvað vilja þeir segja við áttmenninganna sem eru að bíða eftir sumrinu heima á Íslandi? „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki,“ segir Óli Jón og hlær.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03
Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06
Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00