Vilja að Trump missi áfengisleyfið Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:18 Trump International hótelið í Washington DC er hið glæsilegasta. TIH Hópur trúarleiðtoga og lögmenntaðra í Bandaríkjunum segja að hótel í eigu Bandaríkjaforsetans Donalds Trump ætti að missa áfengisleyfi sitt. Hópurinn sendi inn formlega kvörtun til leyfisveitandans Alcoholic Beverage Control Board þar sem fram kom að Trump International hótelið í Washington DC hafi fyrirgert sér réttinum til áfengissölu vegna „svívirðilegrar framkomu“ stofnandans. Reglur borgarinnar kveða á um að aðeins fólk með „gott geðslag“ (e. good character) hafi heimild til að selja áfengi í Washington. Hópurinn telur hins vegar að forsetinn, stofnandi umrædds hótels, sé „ekki með gott geðslag.“ Hópurinn samanstendur af fyrrverandi dómurum, sem og rabbínum og prestum. Meðal helsta röksemda hans fyrir leyfissviptingunni eru ásakanir á hendur forsetanum um kynferðislega áreitni sem og „ótal rasískar athugasemdir hans“ í gegnum árin. Í því samhengi er minnst á ummæli hans um að Afríkuríki væru „skítaholur.“ Hópurinn segir jafnframt að Trump hafi árum saman logið um ríkidæmi sitt, sem og að hafa átt í sambandi við klámstjörnu meðan hann var giftur annarri konu - núverandi eiginkonu sinni Melaniu Trump. Þrátt fyrir að hópurinn segist gera sér grein fyrir því að siðferismatið eigi sér yfirleitt stað fyrir leyfisveitinguna telur hann að framganga Trump kalli á endurskoðun. Þó svo að Trump sé ríkur og valdamikill geri það hann ekki undanþeginn kröfunni um gott geðslag. Synir Trump hafa haldið um stjórnartaumana í fyrirtækjum hans eftir að hann tók við embætti forseta. Hann á þó ennþá öll hlutabréfin sín í Trump Organization. Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Hópur trúarleiðtoga og lögmenntaðra í Bandaríkjunum segja að hótel í eigu Bandaríkjaforsetans Donalds Trump ætti að missa áfengisleyfi sitt. Hópurinn sendi inn formlega kvörtun til leyfisveitandans Alcoholic Beverage Control Board þar sem fram kom að Trump International hótelið í Washington DC hafi fyrirgert sér réttinum til áfengissölu vegna „svívirðilegrar framkomu“ stofnandans. Reglur borgarinnar kveða á um að aðeins fólk með „gott geðslag“ (e. good character) hafi heimild til að selja áfengi í Washington. Hópurinn telur hins vegar að forsetinn, stofnandi umrædds hótels, sé „ekki með gott geðslag.“ Hópurinn samanstendur af fyrrverandi dómurum, sem og rabbínum og prestum. Meðal helsta röksemda hans fyrir leyfissviptingunni eru ásakanir á hendur forsetanum um kynferðislega áreitni sem og „ótal rasískar athugasemdir hans“ í gegnum árin. Í því samhengi er minnst á ummæli hans um að Afríkuríki væru „skítaholur.“ Hópurinn segir jafnframt að Trump hafi árum saman logið um ríkidæmi sitt, sem og að hafa átt í sambandi við klámstjörnu meðan hann var giftur annarri konu - núverandi eiginkonu sinni Melaniu Trump. Þrátt fyrir að hópurinn segist gera sér grein fyrir því að siðferismatið eigi sér yfirleitt stað fyrir leyfisveitinguna telur hann að framganga Trump kalli á endurskoðun. Þó svo að Trump sé ríkur og valdamikill geri það hann ekki undanþeginn kröfunni um gott geðslag. Synir Trump hafa haldið um stjórnartaumana í fyrirtækjum hans eftir að hann tók við embætti forseta. Hann á þó ennþá öll hlutabréfin sín í Trump Organization.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48