Blatter mætti til Rússlands í boði Vladimír Pútin, forseta Rússlands.
„Mér líður vel og er mjög ánægður. Ég er í banni frá FIFA en það bannar mér ekki að mæta á fótboltaleiki. Ég má ekki vera forseti FIFA en hér er ég sem fótboltaáhugamaður. Ég get farið hvert sem er í heiminum og horft á leiki,“ sagði Blatter í samtali við fjölmiðla eins og sjá má á myndbandi hér fyrir neðan.
Hefur viðvera Blatter vakið nokkuð hörð viðbrögð í fótboltasamfélaginu enda Blatter alræmdur fyrir mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA.
„FIFA hefur hefur átt umræður um heimsókn herra Blatter til Rússlands. Við höfum ekkert frekar um málið að segja á þessu stigi,“ var svar FIFA til BBC þegar viðbragða knattspyrnusambandsins var leitað.
He's back....and he's here.....Sepp Blatter, suspended from all football related activity by FIFA, enjoying the matches at the #2018FIFAWorldCup - invited by President Putin. pic.twitter.com/pBwW7LeJGv
— emma murphy (@emmamurphyitv) June 20, 2018