Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 08:39 Norður-kóreskur horfir hér yfir landamærin til Suður-Kóreu. Vísir/epa Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. Í samkomulagi sem Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu fyrr í þessum mánuði var kveðið á um löndin tvö myndu vinna saman að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þrátt fyrir það segir varnarmálaráðherran James Mattis að hann búist ekki við því að afvopnunin hefjist á næstunni. Mattis ræddi við blaðamenn í gærkvöldi um þá óvissu sem er uppi um næstu skref eftir Singapúrfund leiðtoganna tveggja.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Strax eftir fundinn sagði Trump að stjórnvöld í Pjongjang væru þegar farin að losa sig við kjarnavopn og að skotsvæði þeirra yrðu rifin niður á næstunni. Í staðinn hét Trump því að láta af sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaganum.James Mattis horfir hér á breska varnarmálaráðherrann Michael Fallon.Vísir/GettyFyrr í þessari viku var greint frá því að fyrirhuguðum æfingum hersveitanna í ágúst næstkomandi hafi því verið blásnar af. Mattis sagði hins vegar í gærkvöldi, aðspurður hvort Norður-Kóreumenn hefðu gripið til einhverra aðgerða eftir fundinn, að hann teldi svo ekki vera. Í það minnsta hefði hann ekki heyrt af neinum tilraunum stjórnvalda í Pjongjang til að verða við ákvæðum Singapúrsamningsins. Það kæmi honum þó ekki á óvart enda væru ríkin tvö ekki búin að sammælast um framkvæmd og smáatriði samningsins. Það verði gert á komandi fundum. Varnarmálaráðherrann segist hins vegar ekki vita hvenær bandarískir erindrekar muni funda næst með fulltrúum Norður-Kóreu. Hann býst þó við að fundur þeirra muni eiga sér stað einhvern tímann á næstu vikum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. Í samkomulagi sem Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu fyrr í þessum mánuði var kveðið á um löndin tvö myndu vinna saman að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þrátt fyrir það segir varnarmálaráðherran James Mattis að hann búist ekki við því að afvopnunin hefjist á næstunni. Mattis ræddi við blaðamenn í gærkvöldi um þá óvissu sem er uppi um næstu skref eftir Singapúrfund leiðtoganna tveggja.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Strax eftir fundinn sagði Trump að stjórnvöld í Pjongjang væru þegar farin að losa sig við kjarnavopn og að skotsvæði þeirra yrðu rifin niður á næstunni. Í staðinn hét Trump því að láta af sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaganum.James Mattis horfir hér á breska varnarmálaráðherrann Michael Fallon.Vísir/GettyFyrr í þessari viku var greint frá því að fyrirhuguðum æfingum hersveitanna í ágúst næstkomandi hafi því verið blásnar af. Mattis sagði hins vegar í gærkvöldi, aðspurður hvort Norður-Kóreumenn hefðu gripið til einhverra aðgerða eftir fundinn, að hann teldi svo ekki vera. Í það minnsta hefði hann ekki heyrt af neinum tilraunum stjórnvalda í Pjongjang til að verða við ákvæðum Singapúrsamningsins. Það kæmi honum þó ekki á óvart enda væru ríkin tvö ekki búin að sammælast um framkvæmd og smáatriði samningsins. Það verði gert á komandi fundum. Varnarmálaráðherrann segist hins vegar ekki vita hvenær bandarískir erindrekar muni funda næst með fulltrúum Norður-Kóreu. Hann býst þó við að fundur þeirra muni eiga sér stað einhvern tímann á næstu vikum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45