Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 08:39 Norður-kóreskur horfir hér yfir landamærin til Suður-Kóreu. Vísir/epa Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. Í samkomulagi sem Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu fyrr í þessum mánuði var kveðið á um löndin tvö myndu vinna saman að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þrátt fyrir það segir varnarmálaráðherran James Mattis að hann búist ekki við því að afvopnunin hefjist á næstunni. Mattis ræddi við blaðamenn í gærkvöldi um þá óvissu sem er uppi um næstu skref eftir Singapúrfund leiðtoganna tveggja.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Strax eftir fundinn sagði Trump að stjórnvöld í Pjongjang væru þegar farin að losa sig við kjarnavopn og að skotsvæði þeirra yrðu rifin niður á næstunni. Í staðinn hét Trump því að láta af sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaganum.James Mattis horfir hér á breska varnarmálaráðherrann Michael Fallon.Vísir/GettyFyrr í þessari viku var greint frá því að fyrirhuguðum æfingum hersveitanna í ágúst næstkomandi hafi því verið blásnar af. Mattis sagði hins vegar í gærkvöldi, aðspurður hvort Norður-Kóreumenn hefðu gripið til einhverra aðgerða eftir fundinn, að hann teldi svo ekki vera. Í það minnsta hefði hann ekki heyrt af neinum tilraunum stjórnvalda í Pjongjang til að verða við ákvæðum Singapúrsamningsins. Það kæmi honum þó ekki á óvart enda væru ríkin tvö ekki búin að sammælast um framkvæmd og smáatriði samningsins. Það verði gert á komandi fundum. Varnarmálaráðherrann segist hins vegar ekki vita hvenær bandarískir erindrekar muni funda næst með fulltrúum Norður-Kóreu. Hann býst þó við að fundur þeirra muni eiga sér stað einhvern tímann á næstu vikum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. Í samkomulagi sem Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu fyrr í þessum mánuði var kveðið á um löndin tvö myndu vinna saman að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þrátt fyrir það segir varnarmálaráðherran James Mattis að hann búist ekki við því að afvopnunin hefjist á næstunni. Mattis ræddi við blaðamenn í gærkvöldi um þá óvissu sem er uppi um næstu skref eftir Singapúrfund leiðtoganna tveggja.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Strax eftir fundinn sagði Trump að stjórnvöld í Pjongjang væru þegar farin að losa sig við kjarnavopn og að skotsvæði þeirra yrðu rifin niður á næstunni. Í staðinn hét Trump því að láta af sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaganum.James Mattis horfir hér á breska varnarmálaráðherrann Michael Fallon.Vísir/GettyFyrr í þessari viku var greint frá því að fyrirhuguðum æfingum hersveitanna í ágúst næstkomandi hafi því verið blásnar af. Mattis sagði hins vegar í gærkvöldi, aðspurður hvort Norður-Kóreumenn hefðu gripið til einhverra aðgerða eftir fundinn, að hann teldi svo ekki vera. Í það minnsta hefði hann ekki heyrt af neinum tilraunum stjórnvalda í Pjongjang til að verða við ákvæðum Singapúrsamningsins. Það kæmi honum þó ekki á óvart enda væru ríkin tvö ekki búin að sammælast um framkvæmd og smáatriði samningsins. Það verði gert á komandi fundum. Varnarmálaráðherrann segist hins vegar ekki vita hvenær bandarískir erindrekar muni funda næst með fulltrúum Norður-Kóreu. Hann býst þó við að fundur þeirra muni eiga sér stað einhvern tímann á næstu vikum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent