Ráðherra boðar aukið jafnrétti við úthlutun peninga til íþrótta 22. júní 2018 06:00 Þóra Helgadóttir á að baki marga leiki með landsliðinu. Fréttablaðið/stefán „Aðferðum kynjaðrar fjárlagagerðar er beitt við úthlutun fjármagns til íþróttamála. Í fjármálaáætlun 2019-2023 eru kyngreindir mælikvarðar með markmiðum um að bæta umgjörð og auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt markmiði um að efla umgjörð og stuðning við afreksíþróttafólk,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála. Fréttablaðið sagði í gær frá nýrri ritgerð sérfræðinga við Háskólann í Reykjavík þar sem fram kemur að vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Lilja segir að íþróttastefna sé í endurskoðun og þar sé lögð áhersla á að jafna tækifæri og þátttöku kynja. Sjá einnig: Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttumLilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamálaHún nefnir fleira. „Í tillögum vinnuhóps um aðgerðir eftir #églíka frásagnir íþróttakvenna er lögð áhersla á gæði í íþróttastarfi fyrir stelpur jafnt sem stráka,“ segir Lilja. Þá sé unnið að því að fjölga konum í stjórnum íþróttafélaga, en þær séu nú 36%. „Jafnréttisstofu hefur verið falið að kalla eftir jafnréttisáætlunum íþróttafélaga og aðstoða við gerð þeirra,“ segir hún jafnframt og bætir við að ráðuneytið sé að láta gera úttekt á íþróttakennslu í skólum með það að markmiði að skoða hvernig áhrif íþróttakennsla getur haft á jafnrétti kynja, einkum til að hvetja stelpur til íþróttaiðkunar og starfa að íþróttamálum. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, segir ýmislegt hafa áunnist í jafnréttismálum hjá KSÍ. „Það er breyting til batnaðar og KSÍ tók risastórt skref í því að jafna greiðslur til landsliðanna tveggja. Ég hef aldrei verið jafn stolt af KSÍ og þegar þeir tóku þessa ákvörðun,“ segir Þóra Björg. Þar vísar hún til þess að í byrjun janúar tilkynnti formaður KSÍ, Guðni Bergsson, að landsliðsmenn í karla- og kvennalandsliðum fengju jafnháar bónusgreiðslur fyrir landsleiki. Vísir greindi frá því að hver leikmaður fengi 300 þúsund fyrir sigurleik og 100 þúsund fyrir jafntefli. Áður höfðu landsliðsmenn í karlalandsliðinu fengið hærri greiðslur. Þóra segir að fyrir nokkrum árum hafi dagpeningagreiðslur til leikmanna verið jafnaðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Markmið um jafnrétti í íþróttum fyrir árið 2019 eru sambærileg þeim sem sett voru fram fyrir rúmum tuttugu árum. Lagt er til í nýrri ritgerð að kynjaðri fjárlagagerð verði beitt þegar fjármunum er úthlutað til íþróttastarfs hér á landi. 21. júní 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Aðferðum kynjaðrar fjárlagagerðar er beitt við úthlutun fjármagns til íþróttamála. Í fjármálaáætlun 2019-2023 eru kyngreindir mælikvarðar með markmiðum um að bæta umgjörð og auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt markmiði um að efla umgjörð og stuðning við afreksíþróttafólk,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála. Fréttablaðið sagði í gær frá nýrri ritgerð sérfræðinga við Háskólann í Reykjavík þar sem fram kemur að vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Lilja segir að íþróttastefna sé í endurskoðun og þar sé lögð áhersla á að jafna tækifæri og þátttöku kynja. Sjá einnig: Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttumLilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamálaHún nefnir fleira. „Í tillögum vinnuhóps um aðgerðir eftir #églíka frásagnir íþróttakvenna er lögð áhersla á gæði í íþróttastarfi fyrir stelpur jafnt sem stráka,“ segir Lilja. Þá sé unnið að því að fjölga konum í stjórnum íþróttafélaga, en þær séu nú 36%. „Jafnréttisstofu hefur verið falið að kalla eftir jafnréttisáætlunum íþróttafélaga og aðstoða við gerð þeirra,“ segir hún jafnframt og bætir við að ráðuneytið sé að láta gera úttekt á íþróttakennslu í skólum með það að markmiði að skoða hvernig áhrif íþróttakennsla getur haft á jafnrétti kynja, einkum til að hvetja stelpur til íþróttaiðkunar og starfa að íþróttamálum. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, segir ýmislegt hafa áunnist í jafnréttismálum hjá KSÍ. „Það er breyting til batnaðar og KSÍ tók risastórt skref í því að jafna greiðslur til landsliðanna tveggja. Ég hef aldrei verið jafn stolt af KSÍ og þegar þeir tóku þessa ákvörðun,“ segir Þóra Björg. Þar vísar hún til þess að í byrjun janúar tilkynnti formaður KSÍ, Guðni Bergsson, að landsliðsmenn í karla- og kvennalandsliðum fengju jafnháar bónusgreiðslur fyrir landsleiki. Vísir greindi frá því að hver leikmaður fengi 300 þúsund fyrir sigurleik og 100 þúsund fyrir jafntefli. Áður höfðu landsliðsmenn í karlalandsliðinu fengið hærri greiðslur. Þóra segir að fyrir nokkrum árum hafi dagpeningagreiðslur til leikmanna verið jafnaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Markmið um jafnrétti í íþróttum fyrir árið 2019 eru sambærileg þeim sem sett voru fram fyrir rúmum tuttugu árum. Lagt er til í nýrri ritgerð að kynjaðri fjárlagagerð verði beitt þegar fjármunum er úthlutað til íþróttastarfs hér á landi. 21. júní 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Markmið um jafnrétti í íþróttum fyrir árið 2019 eru sambærileg þeim sem sett voru fram fyrir rúmum tuttugu árum. Lagt er til í nýrri ritgerð að kynjaðri fjárlagagerð verði beitt þegar fjármunum er úthlutað til íþróttastarfs hér á landi. 21. júní 2018 08:00