Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 08:26 Tesla eignaðist SolarCity fyrir tveimur árum. Fyrirtækið setur upp sólarsellur fyrir heimili. Vísir/EPA Ákvörðun rafbílaframleiðandans Tesla um að segja upp 9% starfsmanna fyrirtækisins í síðustu viku mun koma hart niður á sólarorkufyrirtæki sem það keypti fyrir tveimur árum. Á annan tug uppsetningarstaða fyrir sólasellur verður meðal annars lokað. Tesla keypti sölu- og uppsetningarfyrirtækið SolarCity fyrir 2,6 milljarða dollara fyrir tveimur árum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma. Sumir hluthafar töldu að með henni væri Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, að bjarga sólarorkufyrirtækinu á kostnað hluthafa Tesla. Tveir frændur Musk stofnuðu SolarCity. Nú segir Reuters-fréttastofan að fjórtán starfsstöðva þeirrar deildar Tesla sem var áður SolarCity verði lokað og að smásölusamningi við búsáhaldaverslunarkeðjuna Home Depot. Um helmingur sölunnar er sögð hafa komið í gegnum þann samning. Ekki liggur fyrir hversu mörgum starfsmönnum sólarorkudeildarinnar verður sagt upp. Tesla segist eiga von á að hlutfallið verði í samræmi við 9% heildarfækkun starfsfólks fyrirtækisins. Samdráttur hefur orðið í uppsetningum á sólarsellum eftir að SolarCity gekk inn í Tesla. Þannig setti Tesla upp 76 megavött af sólarorku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, borið saman við 200 megavött á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar SolarCity var leiðandi á markaðinum. Tesla hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, ekki síst vegna erfiðleika fyrirtækisins við að auka framleiðslu sína og fylla pantanir. Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ákvörðun rafbílaframleiðandans Tesla um að segja upp 9% starfsmanna fyrirtækisins í síðustu viku mun koma hart niður á sólarorkufyrirtæki sem það keypti fyrir tveimur árum. Á annan tug uppsetningarstaða fyrir sólasellur verður meðal annars lokað. Tesla keypti sölu- og uppsetningarfyrirtækið SolarCity fyrir 2,6 milljarða dollara fyrir tveimur árum. Kaupin voru umdeild á sínum tíma. Sumir hluthafar töldu að með henni væri Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, að bjarga sólarorkufyrirtækinu á kostnað hluthafa Tesla. Tveir frændur Musk stofnuðu SolarCity. Nú segir Reuters-fréttastofan að fjórtán starfsstöðva þeirrar deildar Tesla sem var áður SolarCity verði lokað og að smásölusamningi við búsáhaldaverslunarkeðjuna Home Depot. Um helmingur sölunnar er sögð hafa komið í gegnum þann samning. Ekki liggur fyrir hversu mörgum starfsmönnum sólarorkudeildarinnar verður sagt upp. Tesla segist eiga von á að hlutfallið verði í samræmi við 9% heildarfækkun starfsfólks fyrirtækisins. Samdráttur hefur orðið í uppsetningum á sólarsellum eftir að SolarCity gekk inn í Tesla. Þannig setti Tesla upp 76 megavött af sólarorku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, borið saman við 200 megavött á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar SolarCity var leiðandi á markaðinum. Tesla hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, ekki síst vegna erfiðleika fyrirtækisins við að auka framleiðslu sína og fylla pantanir.
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13