Kári: Ekki mála skrattann á vegginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2018 18:15 Ahmed Musa skorar hér annað mark Nígeríu, fram hjá Kára og Sverri Inga. Vilhelm Kári Árnason, miðvörður Íslands, vildi ekki gera of lítið úr frammistöðu Íslands gegn Nígeríu í dag þrátt fyrir sárt tap sem gerir stöðu okkar manna í D-riðli erfið. „Við erum ekki vanir að því að tapa og alltaf súrt þegar það gerist. En við vinnum og töpum saman. Við erum ekki í neinum „blame game“ enda engin ástæða til þess,“ sagði Kári og bætti við að frammistaðan í síðari hálfleik hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum algerlega með þá í þeim fyrri. Þeir áttu ekki skot á markið og við lokuðum á allt hjá þeim. Frábær fyrri hálfleikur,“ sagði Kári sem segir að það hafi verið klaufalegt að fá mark á sig eftir fast leikatriði hjá íslenska liðinu hinum megin á vellinum. Það gerðist í aðdraganda fyrra marks Nígeríu í leiknum. „Við eigum ekki að fá skyndisókn á okkur úr svona stöðu. Markið sló okkur ekki út af laginu heldur riðlaði leikskipulaginu. Ef við hefðum haldið áfram að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá hefðum við jafnað þennan leik,“ sagði Kári. „Við nýttum ekki færin okkar í fyrri hálfleik og það kannski kom og beit okkur í rassgatið.“ Hann segir að þetta hafi ekki verið dagur Íslands. Það kom einnig í ljós þegar Gylfi Þór brenndi af vítaspyrnu sinni. „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en þetta gekk ekki.“ Ísland hefur ekki náð að nýta föstu leikatriðin sín nægilega vel en Kári hefur ekki áhyggjur af því. „Við vorum hættulegir í hornum en seinni boltinn datt ekki fyrir okkur. Þeir voru góðir í að verjast föstu leikatriðunum okkar og það var erfitt að rífa sig lausan. Löngu innköstin voru ekki að virka - það var alltaf maður í mér og svo kom hafsentinn og skallaði þetta í burtu.“ „En eins og ég segi. Það þarf ekki að mála skrattann á vegginn. Það var margt gott í þessu. En fyrsta markið átti aldrei að gerast og það riðlaði skipulaginu okkar. Það varð okkur dýrkeypt.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“ Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær. 22. júní 2018 17:39 Heimir: Ekki röng taktík Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld. 22. júní 2018 17:37 Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. 22. júní 2018 18:16 Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag. 22. júní 2018 17:56 Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. 22. júní 2018 18:10 Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“ Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn. 22. júní 2018 18:00 Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið? Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 22. júní 2018 17:13 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, vildi ekki gera of lítið úr frammistöðu Íslands gegn Nígeríu í dag þrátt fyrir sárt tap sem gerir stöðu okkar manna í D-riðli erfið. „Við erum ekki vanir að því að tapa og alltaf súrt þegar það gerist. En við vinnum og töpum saman. Við erum ekki í neinum „blame game“ enda engin ástæða til þess,“ sagði Kári og bætti við að frammistaðan í síðari hálfleik hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum algerlega með þá í þeim fyrri. Þeir áttu ekki skot á markið og við lokuðum á allt hjá þeim. Frábær fyrri hálfleikur,“ sagði Kári sem segir að það hafi verið klaufalegt að fá mark á sig eftir fast leikatriði hjá íslenska liðinu hinum megin á vellinum. Það gerðist í aðdraganda fyrra marks Nígeríu í leiknum. „Við eigum ekki að fá skyndisókn á okkur úr svona stöðu. Markið sló okkur ekki út af laginu heldur riðlaði leikskipulaginu. Ef við hefðum haldið áfram að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá hefðum við jafnað þennan leik,“ sagði Kári. „Við nýttum ekki færin okkar í fyrri hálfleik og það kannski kom og beit okkur í rassgatið.“ Hann segir að þetta hafi ekki verið dagur Íslands. Það kom einnig í ljós þegar Gylfi Þór brenndi af vítaspyrnu sinni. „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en þetta gekk ekki.“ Ísland hefur ekki náð að nýta föstu leikatriðin sín nægilega vel en Kári hefur ekki áhyggjur af því. „Við vorum hættulegir í hornum en seinni boltinn datt ekki fyrir okkur. Þeir voru góðir í að verjast föstu leikatriðunum okkar og það var erfitt að rífa sig lausan. Löngu innköstin voru ekki að virka - það var alltaf maður í mér og svo kom hafsentinn og skallaði þetta í burtu.“ „En eins og ég segi. Það þarf ekki að mála skrattann á vegginn. Það var margt gott í þessu. En fyrsta markið átti aldrei að gerast og það riðlaði skipulaginu okkar. Það varð okkur dýrkeypt.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“ Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær. 22. júní 2018 17:39 Heimir: Ekki röng taktík Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld. 22. júní 2018 17:37 Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. 22. júní 2018 18:16 Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag. 22. júní 2018 17:56 Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. 22. júní 2018 18:10 Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“ Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn. 22. júní 2018 18:00 Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið? Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 22. júní 2018 17:13 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
„Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“ Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær. 22. júní 2018 17:39
Heimir: Ekki röng taktík Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld. 22. júní 2018 17:37
Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. 22. júní 2018 18:16
Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag. 22. júní 2018 17:56
Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. 22. júní 2018 18:10
Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“ Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn. 22. júní 2018 18:00
Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið? Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 22. júní 2018 17:13