Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:45 Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, er kominn í ferðaþjónustubransann. Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00