Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:45 Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, er kominn í ferðaþjónustubransann. Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00