Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 09:39 Norður-Kóreumenn hafa lofað afkjarnavopnun eins og þeir hafa áður gert. Óljóst er hvort þeir standi frekar við orð sín nú en áður. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti endurnýjaði refsiaðgerðir sem verið hafa í gildi gegn Norður-Kóreu með vísan til þess að enn stafi „gríðarleg ógn“ af kjarnavopnum stjórnvalda í Pjongjang í gær. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því að Trump sagði að engin ógn væri lengur af Norður-Kóreu eftir fund hans með Kim Jong-un einræðisherra landsins. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða til að þóknast stjórnvöldum í Norður-Kóreu eftir leiðtogafundinn. Þannig hafa þau fellt niður sameiginlegar heræfingar með Suður-Kóreu sem hafa lengi verið þyrnir í augum norðanmanna. Trump stærði sig mjög af einstöku sambandi sínu við Kim og að hann hefði fengið einræðisherrann til þess að fallast á algera afkjarnavopnun. Eftir fund þeirra Kim í Singapúr gekk Trump svo langt að lýsa því yfir á Twitter að „engin kjarnorkuhætta“ stafaði lengur af Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem hann sendi Bandaríkjaþingi í gær vegna endurnýjunar viðskiptaþvingana kvað hins vegar við allt annar tónn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni var vísað til ógnar af tilvist og dreifingu kjarnavopna á Kóreuskaga og aðgerða og stefnu stjórnvalda í Norður-Kóreu. Allt þetta ógni áfram þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagkerfi Bandaríkjanna. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir yfirlýsingu Trump nú grafa undan öllu því sem hann áður sagði. „Við verðum að nálgast þessar viðræður af miklu meiri alvöru en bara sem myndatækifæri. Það að segja að búið sé að leysa Norður-Kóreu-vandamálið gerir það ekki að veruleika,“ segir Schumer. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurnýjaði refsiaðgerðir sem verið hafa í gildi gegn Norður-Kóreu með vísan til þess að enn stafi „gríðarleg ógn“ af kjarnavopnum stjórnvalda í Pjongjang í gær. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því að Trump sagði að engin ógn væri lengur af Norður-Kóreu eftir fund hans með Kim Jong-un einræðisherra landsins. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða til að þóknast stjórnvöldum í Norður-Kóreu eftir leiðtogafundinn. Þannig hafa þau fellt niður sameiginlegar heræfingar með Suður-Kóreu sem hafa lengi verið þyrnir í augum norðanmanna. Trump stærði sig mjög af einstöku sambandi sínu við Kim og að hann hefði fengið einræðisherrann til þess að fallast á algera afkjarnavopnun. Eftir fund þeirra Kim í Singapúr gekk Trump svo langt að lýsa því yfir á Twitter að „engin kjarnorkuhætta“ stafaði lengur af Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem hann sendi Bandaríkjaþingi í gær vegna endurnýjunar viðskiptaþvingana kvað hins vegar við allt annar tónn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni var vísað til ógnar af tilvist og dreifingu kjarnavopna á Kóreuskaga og aðgerða og stefnu stjórnvalda í Norður-Kóreu. Allt þetta ógni áfram þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagkerfi Bandaríkjanna. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir yfirlýsingu Trump nú grafa undan öllu því sem hann áður sagði. „Við verðum að nálgast þessar viðræður af miklu meiri alvöru en bara sem myndatækifæri. Það að segja að búið sé að leysa Norður-Kóreu-vandamálið gerir það ekki að veruleika,“ segir Schumer.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39
Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00