Pablo Zabaleta hefur áhyggjur af því að stressið sé að fara með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 11:15 Lionel Messi. Vísir/AP Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira