Pablo Zabaleta hefur áhyggjur af því að stressið sé að fara með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 11:15 Lionel Messi. Vísir/AP Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira
Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira