Real Madrid reyndi að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 11:45 Angel di Maria vill hér fá boltann frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Vísir/AP Argentínumaðurinn Angel di Maria á ýmislegt óuppgert frá tíma sínum í stórliðinu Real Madrid. Hann sakar spænska félagið um að hafa reynt að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM 2014. Argentínumenn mættu Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2014 þar sem liðið tapaði 1-0 í framlengingu. Angel di Maria skrifaði pistil fyrir Players Tribune þar sem hann segir frá tilraunum forráðamanna Real Madrid til að stöðva þáttöku hans í leiknum. Angel di Maria meiddist í átta liða úrslitunum eftir að hafa lagt upp sigurmarkið sem kom Argentínu í undanúrslitin. Hann tognaði í læri og það var talið ólíklegt að hann spilaði meira á mótinu. Úrslitaleikurinn fór fram átta dögum eftir að hann tognaði. Di Maria segir frá því að forráðamenn argentínska landsliðsins hafi fengið bréf frá Real Madrid að morgni dagsins sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég vissi um leið hvað var í gangi. Það höfðu allir heyrt sögusagnirnar um að Real ætlaði að kaupa James Rodríguez eftir HM og ég vissi að þeir ætluðu að selja mig til að búa til pláss fyrir hann,“ sagði Angel di Maria.Before the 2014 #WorldCup final, Ángel Di María received a letter from the Real Madrid staff urging him not to play. “Throw it away. The one who decides here is me.” He shares: https://t.co/rHAQR32ySOpic.twitter.com/lkzaQzqx82 — The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 25, 2018 „Þeir vildu því ekki að eignin þeirra myndi verða fyrir hnjaski í þessum leik. Það var svo einfalt,“ sagði Di Maria. „Ég opnaði ekki einu sinni bréfið heldur reif það niður í marga hluta og sagði við: Hendið þessu. Sá eini sem ákveður þetta er ég,“ sagði Di Maria. Di Maria fékk þó aldrei að koma við sögu í leiknum. Sat á bekknum allan tímann. Sóknarmönnunum Sergio Agüero og Rodrigo Palacio var skipt inná fyrir þá Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuaín. Miðjumaðurinn Fernando Gago kom svo inn fyrir kantmanninn Enzo Pérez. Real Madrid seldi síðan Angel di Maria til Manchester United fyrir 59,7 milljónir punda 26. ágúst 2014. Di María gerði fimm ára samning við United en var seldur til Paris Saint-Germain í júlí árið eftir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Argentínumaðurinn Angel di Maria á ýmislegt óuppgert frá tíma sínum í stórliðinu Real Madrid. Hann sakar spænska félagið um að hafa reynt að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM 2014. Argentínumenn mættu Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2014 þar sem liðið tapaði 1-0 í framlengingu. Angel di Maria skrifaði pistil fyrir Players Tribune þar sem hann segir frá tilraunum forráðamanna Real Madrid til að stöðva þáttöku hans í leiknum. Angel di Maria meiddist í átta liða úrslitunum eftir að hafa lagt upp sigurmarkið sem kom Argentínu í undanúrslitin. Hann tognaði í læri og það var talið ólíklegt að hann spilaði meira á mótinu. Úrslitaleikurinn fór fram átta dögum eftir að hann tognaði. Di Maria segir frá því að forráðamenn argentínska landsliðsins hafi fengið bréf frá Real Madrid að morgni dagsins sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég vissi um leið hvað var í gangi. Það höfðu allir heyrt sögusagnirnar um að Real ætlaði að kaupa James Rodríguez eftir HM og ég vissi að þeir ætluðu að selja mig til að búa til pláss fyrir hann,“ sagði Angel di Maria.Before the 2014 #WorldCup final, Ángel Di María received a letter from the Real Madrid staff urging him not to play. “Throw it away. The one who decides here is me.” He shares: https://t.co/rHAQR32ySOpic.twitter.com/lkzaQzqx82 — The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 25, 2018 „Þeir vildu því ekki að eignin þeirra myndi verða fyrir hnjaski í þessum leik. Það var svo einfalt,“ sagði Di Maria. „Ég opnaði ekki einu sinni bréfið heldur reif það niður í marga hluta og sagði við: Hendið þessu. Sá eini sem ákveður þetta er ég,“ sagði Di Maria. Di Maria fékk þó aldrei að koma við sögu í leiknum. Sat á bekknum allan tímann. Sóknarmönnunum Sergio Agüero og Rodrigo Palacio var skipt inná fyrir þá Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuaín. Miðjumaðurinn Fernando Gago kom svo inn fyrir kantmanninn Enzo Pérez. Real Madrid seldi síðan Angel di Maria til Manchester United fyrir 59,7 milljónir punda 26. ágúst 2014. Di María gerði fimm ára samning við United en var seldur til Paris Saint-Germain í júlí árið eftir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira