Leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni hafa skorað 31 mark á HM en enska deildin hefur tekið forustuna af spænsku deildinni sem var í efsta sætinu framan af í keppninni.
Gylfi Þór Sigurðsson var einmitt einn af leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni sem skoruðu í gær og hjálpaði þar með ensku deildinni að ná þriggja marka forystu.
Þessar tvær deildir eru með mikla yfirburði á listanum en næsta deild er þýska deildin, tuttugu mörkum á eftir þeirri spænsku.
Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur tekið þetta allt saman eins og sjá má hér fyrir neðan.
Clubes cuyos jugadores han marcado más goles en #Rusia2018:
9 Real Madrid
7 Barcelona y Tottenham
6 Manchester United
5 Atlético de Madrid
4 Villarreal
Por Ligas:
31 Inglaterra
28 España
8 Alemania
7 Rusia
6 Francia e Italia
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) June 27, 2018