David Lynch leiðréttir fréttaflutning um stuðning sinn við Trump Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. júní 2018 16:15 Kvikmyndir leikstjórans David Lynch þykja súrrealískar og óræðar. Gárungar hafa gantast með að nú hafi Donald Trump tekist að láta leikstjórann útskýra eitthvað í fyrsta skipti á sínum ferli. Vísir/Getty Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra. Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra.
Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira