Ólafía höggi frá því að komast áfram Ísak Jasonarson skrifar 30. júní 2018 01:15 Ólafía á mótinu vestanhafs. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á KPMG PGA meistaramótinu, þriðja risamóti ársins, sem fer fram í Illinois fylki í Bandaríkjunum. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir slæman endasprett. Ólafía hóf leik á 10. teig á hring dagsins og byrjaði ekki nógu vel en hún var komin tvö högg yfir par eftir fjórar holur. Hún svaraði því hins vegar frábærlega með fuglum á 14. og 15. holu og var á parinu eftir fyrri níu holurnar. Á seinni níu fór svo að halla undan fæti hjá Ólafíu sem fékk skolla á 2., 4. og 6. holu og var þá komin á 4 yfir í heildina. Á þeim tímapunkti var í fyrsta skiptið útlit fyrir að hún væri úr leik í mótinu. Skolli á 8. holu gerði svo endanlega út um vonir hennar þar sem hún var þá komin á 5 högg yfir par. Fugl á 9. holu dugði ekki til að komast áfram en hún endaði að lokum höggi frá niðurskurðarlínunni. Ólafía Þórunn var að leika í annað skiptið í þessu risamóti en hún lék einnig í því í fyrra. Þá komst hún ekki heldur í gegnum niðurskurðinn.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á KPMG PGA meistaramótinu, þriðja risamóti ársins, sem fer fram í Illinois fylki í Bandaríkjunum. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir slæman endasprett. Ólafía hóf leik á 10. teig á hring dagsins og byrjaði ekki nógu vel en hún var komin tvö högg yfir par eftir fjórar holur. Hún svaraði því hins vegar frábærlega með fuglum á 14. og 15. holu og var á parinu eftir fyrri níu holurnar. Á seinni níu fór svo að halla undan fæti hjá Ólafíu sem fékk skolla á 2., 4. og 6. holu og var þá komin á 4 yfir í heildina. Á þeim tímapunkti var í fyrsta skiptið útlit fyrir að hún væri úr leik í mótinu. Skolli á 8. holu gerði svo endanlega út um vonir hennar þar sem hún var þá komin á 5 högg yfir par. Fugl á 9. holu dugði ekki til að komast áfram en hún endaði að lokum höggi frá niðurskurðarlínunni. Ólafía Þórunn var að leika í annað skiptið í þessu risamóti en hún lék einnig í því í fyrra. Þá komst hún ekki heldur í gegnum niðurskurðinn.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira