Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2018 16:00 Verslun H&M í Bremen í Þýskalandi. Stjórnendur sænska tískurisans hafa verið gagnrýndir fyrir of hraðan vöxt. Fyrirtækið situr uppi með gríðarmiklar birgðir af fötum sem hafa ekki selst. Vísir/EPA Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. Á rekstrarárinu sem lauk 31. maí hagnaðist H&M um 7,3 milljarða sænskra króna, jafnvirði 86 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 6 milljörðum sænskra króna og er þetta þriðjungi minni hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra. H&M er næststærsta tískuhús í heimi á eftir spænska fyrirtækinu Inditex sem á Zara, Pull & Bear, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og fleiri vörumerki. Í FT kemur fram að sala hjá H&M hafi í raun staðið í stað en blaðið hefur eftir Karl-Johan Persson forstjóra H&M að það hafi legið fyrir lengi að 2018 yrði erfitt ár. Fyrirtækið hafi farið í gegnum annan fjórðung rekstrarársins með of miklar vörubirgðir. Magn óseldra vörubirgða hefur verið vandamál hjá H&M í talsverðan tíma. Fyrirtækið hefur freistað þess að bregðast við breyttu neyslumynstri fólks með aukinni netverslun með fjárfestingu í sölu á netinu en þessi hluti rekstrarins hefur ekki komist á neitt flug ennþá. Breytt neyslumynstur með aukinni netverslun, ekki síst með tilkomu hugbúnaðar sem auðveldar fólki að velja föt í réttri stærð á síðum eins og Asos, hefur skaðað H&M mikið enda hefur fyrirtækið alltaf lagt mikla áherslu á vöxt með opnun nýrra verslana. Fyrr í þessum mánuði hleypti fyrirtækið Afound af stokkunum en um er að ræða níunda vörumerkið undir H&M. Afound selur fatnað frá vörumerkjum H&M samstæðunnar en einnig tískuvörur annarra framleiðenda á útsöluverði í sérstakri verslun í Stokkhólmi og í vefverslun. Í yfirlýsingu H&M í gær, sem hefur verið túlkuð sem hálfgerð afkomuviðvörun, kemur fram að fyrirtækið sé að fara í gegnum umbrotatíma. Haft er eftir Karl-Johan Persson að heilt yfir hafi sala á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins valdið vonbrigðum og að óseldar vörubirgðir hafi verið of miklar við lok tímabilsins. H&M hafði áður upplýst að sölutölur fyrir 2018 myndu valda vonbrigðum en fyrirtækið greindi frá því í mars að afkoma milli ára hefði dregist saman um 60 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð fyrirtækisins. Afkomutilkynning H&M samstæðunnar. Frétt FT. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. Á rekstrarárinu sem lauk 31. maí hagnaðist H&M um 7,3 milljarða sænskra króna, jafnvirði 86 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 6 milljörðum sænskra króna og er þetta þriðjungi minni hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra. H&M er næststærsta tískuhús í heimi á eftir spænska fyrirtækinu Inditex sem á Zara, Pull & Bear, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og fleiri vörumerki. Í FT kemur fram að sala hjá H&M hafi í raun staðið í stað en blaðið hefur eftir Karl-Johan Persson forstjóra H&M að það hafi legið fyrir lengi að 2018 yrði erfitt ár. Fyrirtækið hafi farið í gegnum annan fjórðung rekstrarársins með of miklar vörubirgðir. Magn óseldra vörubirgða hefur verið vandamál hjá H&M í talsverðan tíma. Fyrirtækið hefur freistað þess að bregðast við breyttu neyslumynstri fólks með aukinni netverslun með fjárfestingu í sölu á netinu en þessi hluti rekstrarins hefur ekki komist á neitt flug ennþá. Breytt neyslumynstur með aukinni netverslun, ekki síst með tilkomu hugbúnaðar sem auðveldar fólki að velja föt í réttri stærð á síðum eins og Asos, hefur skaðað H&M mikið enda hefur fyrirtækið alltaf lagt mikla áherslu á vöxt með opnun nýrra verslana. Fyrr í þessum mánuði hleypti fyrirtækið Afound af stokkunum en um er að ræða níunda vörumerkið undir H&M. Afound selur fatnað frá vörumerkjum H&M samstæðunnar en einnig tískuvörur annarra framleiðenda á útsöluverði í sérstakri verslun í Stokkhólmi og í vefverslun. Í yfirlýsingu H&M í gær, sem hefur verið túlkuð sem hálfgerð afkomuviðvörun, kemur fram að fyrirtækið sé að fara í gegnum umbrotatíma. Haft er eftir Karl-Johan Persson að heilt yfir hafi sala á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins valdið vonbrigðum og að óseldar vörubirgðir hafi verið of miklar við lok tímabilsins. H&M hafði áður upplýst að sölutölur fyrir 2018 myndu valda vonbrigðum en fyrirtækið greindi frá því í mars að afkoma milli ára hefði dregist saman um 60 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð fyrirtækisins. Afkomutilkynning H&M samstæðunnar. Frétt FT.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira