Brot Þórðar kveikti í Stjörnunni: „Mér fannst þetta rautt,“ sagði Rúnar Páll Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júní 2018 19:36 Rúnar Páll. vísir/eyþór Stjarnan vann stórsigur á Fjölni í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og urðu lokatölur í Garðabæ 6-1. „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar Ingasonar, markmanns Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni undir lok fyrri hálfleiks hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Stjarnan vann stórsigur á Fjölni í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og urðu lokatölur í Garðabæ 6-1. „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar Ingasonar, markmanns Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni undir lok fyrri hálfleiks hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. 10. júní 2018 19:45