Óli Kristjáns: Góður handboltamarkvörður hefði verið stoltur af þessu Árni Jóhannsson skrifar 10. júní 2018 21:44 Ólafur var ósáttur í leikslok. vísir/bára Þjálfari FH var bæði ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka.” „Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar.” „Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Þjálfari FH var bæði ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka.” „Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar.” „Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira