Tveir leikmenn fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir þung höfuðhögg á Snæfellsnesi Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2018 22:46 Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga. Vísir Kalla þurfti til sjúkrabíls og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna knattspyrnuleiks sameinaðs liðs Reynis/Víðis gegn Snæfellsnesi í þriðja flokki pilta á Hellissandi fyrr í dag. Fengu tveir leikmenn þung höfuðhögg og þurfti að flytja annan með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins. Fyrra atvikið átti sér stað þegar leikmaður Reynis/Víðis missti meðvitund eftir samstuð við leikmann Snæfellsnes. Leikmenn í þriðja flokki eru fæddir á árunum 2002 og 2003. Freydís Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Snæfellsnes, segir í samtali við Vísi að sá leikmaður hefði náð meðvitund nokkuð örugglega aftur en fann fyrir svima og ógleði. Var ekið með hann á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. Freydís segir að sjúkrabíllinn hafi nánast ekki verið búinn að yfirgefa póstnúmer Hellissands þegar annar leikmaður missti meðvitund. Um var að ræða leikmann Snæfellsnes sem hafði tekið mikinn sprett til að varna því að boltinn færi út fyrir hliðarlínu. Umhverfis völlinn er hraun og náði leikmaðurinn ekki að nema staðar og hafnaði út í hrauni. Þar missti hann jafnvægið og skall með höfuðið í grjóti. Freydís segir það óhapp hafa litið nokkuð illa út. Ekki sást blóð á drengnum en ekki tókst að ná honum almennilega til meðvitundar og var því ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar en Freydís segir drenginn ekki einu sinni muna eftir þyrluferðinni. Líkt og fyrr segir voru báðir leikmennirnir lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi en hafa báðir verið útskrifaðir þaðan. Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga. Snæfellsbær Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Kalla þurfti til sjúkrabíls og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna knattspyrnuleiks sameinaðs liðs Reynis/Víðis gegn Snæfellsnesi í þriðja flokki pilta á Hellissandi fyrr í dag. Fengu tveir leikmenn þung höfuðhögg og þurfti að flytja annan með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins. Fyrra atvikið átti sér stað þegar leikmaður Reynis/Víðis missti meðvitund eftir samstuð við leikmann Snæfellsnes. Leikmenn í þriðja flokki eru fæddir á árunum 2002 og 2003. Freydís Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Snæfellsnes, segir í samtali við Vísi að sá leikmaður hefði náð meðvitund nokkuð örugglega aftur en fann fyrir svima og ógleði. Var ekið með hann á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. Freydís segir að sjúkrabíllinn hafi nánast ekki verið búinn að yfirgefa póstnúmer Hellissands þegar annar leikmaður missti meðvitund. Um var að ræða leikmann Snæfellsnes sem hafði tekið mikinn sprett til að varna því að boltinn færi út fyrir hliðarlínu. Umhverfis völlinn er hraun og náði leikmaðurinn ekki að nema staðar og hafnaði út í hrauni. Þar missti hann jafnvægið og skall með höfuðið í grjóti. Freydís segir það óhapp hafa litið nokkuð illa út. Ekki sást blóð á drengnum en ekki tókst að ná honum almennilega til meðvitundar og var því ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar en Freydís segir drenginn ekki einu sinni muna eftir þyrluferðinni. Líkt og fyrr segir voru báðir leikmennirnir lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi en hafa báðir verið útskrifaðir þaðan. Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga.
Snæfellsbær Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira