Ritskoðun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júní 2018 10:00 Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun