Ritskoðun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júní 2018 10:00 Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun