Birkir Már reiknar ekki með því að horfa á myndina um sjálfan sig Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 11:00 Laugardalsvöllur, fótbolti, elding og keilur koma fyrir á veggspjaldinu fyrir myndina. Síðasta áminningin Síðasta áminningin, ný íslensk heimildarmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Þótt myndin tengist fótbolta er ekki einblínt á íþróttina sem slíka heldur ýmislegt í kringum hana. Hafsteinn Gunnar leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Undir trénu og Guðmundur Björn vakti athygli fyrir útvarpsþætti sína Markmannshanskarnir hans Albert Camus. Þar var fjallað um íþróttir frá óvenjulegu sjónarhorni og slógu þættirnir í gegn. Ekki svo fótboltatengt Þjóðþekktir Íslendingar eru teknir tali í þáttunum auk þess sem landsliðsmennirnir Birkir Már Sævarsson, Jón Daði Böðvarsson og Theodór Elmar Bjarnason eru í stórum hlutverkum. Þeir eiga allir sögu að segja en Birkir Már var ekki meðvitaður um að frumsýna ætti myndina í dag þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Birkir Már, sem er einn tveggja leikmanna Íslands sem spilar í Pepsi-deildinni, er ekkert gefinn fyrir sviðsljósið þótt hann mæti í viðtöl eins og aðrir og rúllar þeim upp. „Þetta var allt í lagi, þeir héngu með mér heilan dag og við ræddum málin. Það er ekki vanalegt fyrir mig að vera í svona hlutverki,“ segir landsliðsmaðurinn. Umræðan sneri ekki mikið að fótbolta. „Þetta var ekki mikið fótboltatengt heldur bara spjall um allt mögulegt,“ segir Birkir.Ekkert heyrt um landsliðssýningu Strákarnir í landsliðinu hafa stundum fengið að horfa á bíómyndir á ferðalögum sínum erlendis, íslenskar myndir sem verið er að frumsýna á sama tíma á Íslandi. Ætli það verði landsliðssýning? „Ég veit allavega ekki af því ef svo er. Ég ætla allavega ekki að horfa,“ segir Birkir Már og hlær. „Ég get ekki horft á sjálfan mig í viðtölum þannig að ég á aldrei eftir að sjá þessa mynd nema að planta mér með hinum strákunum,“ segir Birkir Már og á þá væntanlega við þá Jón Daða og Theodór Elmar sem einnig eru í hlutverkum í myndinni. Síðasta áminningin hefur nú þegar verið seld til norsku og dönsku ríkisstöðvanna.Birkir Már ræddi myndina frekar í Akraborginni á X-inu í gær en upptökuna má sjá hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Síðasta áminningin, ný íslensk heimildarmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Þótt myndin tengist fótbolta er ekki einblínt á íþróttina sem slíka heldur ýmislegt í kringum hana. Hafsteinn Gunnar leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Undir trénu og Guðmundur Björn vakti athygli fyrir útvarpsþætti sína Markmannshanskarnir hans Albert Camus. Þar var fjallað um íþróttir frá óvenjulegu sjónarhorni og slógu þættirnir í gegn. Ekki svo fótboltatengt Þjóðþekktir Íslendingar eru teknir tali í þáttunum auk þess sem landsliðsmennirnir Birkir Már Sævarsson, Jón Daði Böðvarsson og Theodór Elmar Bjarnason eru í stórum hlutverkum. Þeir eiga allir sögu að segja en Birkir Már var ekki meðvitaður um að frumsýna ætti myndina í dag þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Birkir Már, sem er einn tveggja leikmanna Íslands sem spilar í Pepsi-deildinni, er ekkert gefinn fyrir sviðsljósið þótt hann mæti í viðtöl eins og aðrir og rúllar þeim upp. „Þetta var allt í lagi, þeir héngu með mér heilan dag og við ræddum málin. Það er ekki vanalegt fyrir mig að vera í svona hlutverki,“ segir landsliðsmaðurinn. Umræðan sneri ekki mikið að fótbolta. „Þetta var ekki mikið fótboltatengt heldur bara spjall um allt mögulegt,“ segir Birkir.Ekkert heyrt um landsliðssýningu Strákarnir í landsliðinu hafa stundum fengið að horfa á bíómyndir á ferðalögum sínum erlendis, íslenskar myndir sem verið er að frumsýna á sama tíma á Íslandi. Ætli það verði landsliðssýning? „Ég veit allavega ekki af því ef svo er. Ég ætla allavega ekki að horfa,“ segir Birkir Már og hlær. „Ég get ekki horft á sjálfan mig í viðtölum þannig að ég á aldrei eftir að sjá þessa mynd nema að planta mér með hinum strákunum,“ segir Birkir Már og á þá væntanlega við þá Jón Daða og Theodór Elmar sem einnig eru í hlutverkum í myndinni. Síðasta áminningin hefur nú þegar verið seld til norsku og dönsku ríkisstöðvanna.Birkir Már ræddi myndina frekar í Akraborginni á X-inu í gær en upptökuna má sjá hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira