Birkir Már reiknar ekki með því að horfa á myndina um sjálfan sig Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 11:00 Laugardalsvöllur, fótbolti, elding og keilur koma fyrir á veggspjaldinu fyrir myndina. Síðasta áminningin Síðasta áminningin, ný íslensk heimildarmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Þótt myndin tengist fótbolta er ekki einblínt á íþróttina sem slíka heldur ýmislegt í kringum hana. Hafsteinn Gunnar leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Undir trénu og Guðmundur Björn vakti athygli fyrir útvarpsþætti sína Markmannshanskarnir hans Albert Camus. Þar var fjallað um íþróttir frá óvenjulegu sjónarhorni og slógu þættirnir í gegn. Ekki svo fótboltatengt Þjóðþekktir Íslendingar eru teknir tali í þáttunum auk þess sem landsliðsmennirnir Birkir Már Sævarsson, Jón Daði Böðvarsson og Theodór Elmar Bjarnason eru í stórum hlutverkum. Þeir eiga allir sögu að segja en Birkir Már var ekki meðvitaður um að frumsýna ætti myndina í dag þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Birkir Már, sem er einn tveggja leikmanna Íslands sem spilar í Pepsi-deildinni, er ekkert gefinn fyrir sviðsljósið þótt hann mæti í viðtöl eins og aðrir og rúllar þeim upp. „Þetta var allt í lagi, þeir héngu með mér heilan dag og við ræddum málin. Það er ekki vanalegt fyrir mig að vera í svona hlutverki,“ segir landsliðsmaðurinn. Umræðan sneri ekki mikið að fótbolta. „Þetta var ekki mikið fótboltatengt heldur bara spjall um allt mögulegt,“ segir Birkir.Ekkert heyrt um landsliðssýningu Strákarnir í landsliðinu hafa stundum fengið að horfa á bíómyndir á ferðalögum sínum erlendis, íslenskar myndir sem verið er að frumsýna á sama tíma á Íslandi. Ætli það verði landsliðssýning? „Ég veit allavega ekki af því ef svo er. Ég ætla allavega ekki að horfa,“ segir Birkir Már og hlær. „Ég get ekki horft á sjálfan mig í viðtölum þannig að ég á aldrei eftir að sjá þessa mynd nema að planta mér með hinum strákunum,“ segir Birkir Már og á þá væntanlega við þá Jón Daða og Theodór Elmar sem einnig eru í hlutverkum í myndinni. Síðasta áminningin hefur nú þegar verið seld til norsku og dönsku ríkisstöðvanna.Birkir Már ræddi myndina frekar í Akraborginni á X-inu í gær en upptökuna má sjá hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Sjá meira
Síðasta áminningin, ný íslensk heimildarmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Þótt myndin tengist fótbolta er ekki einblínt á íþróttina sem slíka heldur ýmislegt í kringum hana. Hafsteinn Gunnar leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Undir trénu og Guðmundur Björn vakti athygli fyrir útvarpsþætti sína Markmannshanskarnir hans Albert Camus. Þar var fjallað um íþróttir frá óvenjulegu sjónarhorni og slógu þættirnir í gegn. Ekki svo fótboltatengt Þjóðþekktir Íslendingar eru teknir tali í þáttunum auk þess sem landsliðsmennirnir Birkir Már Sævarsson, Jón Daði Böðvarsson og Theodór Elmar Bjarnason eru í stórum hlutverkum. Þeir eiga allir sögu að segja en Birkir Már var ekki meðvitaður um að frumsýna ætti myndina í dag þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Birkir Már, sem er einn tveggja leikmanna Íslands sem spilar í Pepsi-deildinni, er ekkert gefinn fyrir sviðsljósið þótt hann mæti í viðtöl eins og aðrir og rúllar þeim upp. „Þetta var allt í lagi, þeir héngu með mér heilan dag og við ræddum málin. Það er ekki vanalegt fyrir mig að vera í svona hlutverki,“ segir landsliðsmaðurinn. Umræðan sneri ekki mikið að fótbolta. „Þetta var ekki mikið fótboltatengt heldur bara spjall um allt mögulegt,“ segir Birkir.Ekkert heyrt um landsliðssýningu Strákarnir í landsliðinu hafa stundum fengið að horfa á bíómyndir á ferðalögum sínum erlendis, íslenskar myndir sem verið er að frumsýna á sama tíma á Íslandi. Ætli það verði landsliðssýning? „Ég veit allavega ekki af því ef svo er. Ég ætla allavega ekki að horfa,“ segir Birkir Már og hlær. „Ég get ekki horft á sjálfan mig í viðtölum þannig að ég á aldrei eftir að sjá þessa mynd nema að planta mér með hinum strákunum,“ segir Birkir Már og á þá væntanlega við þá Jón Daða og Theodór Elmar sem einnig eru í hlutverkum í myndinni. Síðasta áminningin hefur nú þegar verið seld til norsku og dönsku ríkisstöðvanna.Birkir Már ræddi myndina frekar í Akraborginni á X-inu í gær en upptökuna má sjá hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Sjá meira